Menntamál - 01.03.1955, Page 56

Menntamál - 01.03.1955, Page 56
48 MENNTAMÁL FræSilegar rannsóknir og hagnýtt starf í skólum. Hvarvetna þar, sem skólaskyldu hefur verið komið á og skólamenning er í góðu horfi, er unnið ósleitilega að því, að hagnýt reynsla og vísindi komi kennurum og öðrum uppalendum að sem beztum notum. Skólasálfræðingum fjölgar nú um allar jarðir, og hvergi hef ég séð svo á störf þeirra minnzt af kunnugum, að ekki þyki æskilegra að auka það fremur en minnka. í apríl s. 1. var háð í Hamborg alþjóðlegt þing sér- fróðra manna um sálfræðilega þjónustu í skólum og öðr- um uppeldisstofnunum. Til þings þessa boðuðu Uppeldis- leg rannsóknarstofa Unesco í Hamborg, (Unesco-Institut fiir Pádagogik), Heilbrigðismálastofnun S. Þ. (World Health Organistation), Evrópudeild S. Þ. (European Off. of the U. N.) og Alþjóðasamband um geðvernd (World Federation f. Mental Health). Helztu viðfangsefni þingsins voru: 1. Nauðsyn á sál- fræðilegri þjónustu í skólum. 2. Samvinna sálfræðinga og kennara. 3. Hversu mikið má ætla hverjum skólasálfræð- ing? 4. Leiðbeiningar. 5. Skipulag starfsins. 6. Rannsókn- arstörf. 7. Menntun skólasálfræðinga, hagnýt og fræðileg, námsstofnun, námstími, námsgreinar og aðferðir. 8. Könn- un á því, hversu þessum málum öllum er skipað í ýmsum löndum. 9. Menntun ármanna og hlutverk þeirra. 10. Menntun geðlækna, er sinna börnum. Að sjálfsögðu er allmikill munur á framkvæmd þess- ara mála hjá ýmsum þjóðum, og á það bent í skýrslu frá þinginu, að skipa skuli svo þessu starfi sem hverri þjóð

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.