Menntamál - 01.03.1955, Side 61

Menntamál - 01.03.1955, Side 61
MENNTAMAL 53 sömu skólum 692 börn, og 983 voru þá prófskyld þar. Fækk- unin þar er því mjög áberandi, og stafar hún ekki að neinu verulegu leyti af nýjum lagaákvæðum, því að í sveitaskólunum eru börn yfirleitt til fermingaraldurs. Hér er því fyrst og fremst um alvarlega mannfækkun að ræða í sveitum landsins, enda blasir sú staðreynd við augum þess, sem séð hefur þessa barnahópa sveitanna minnka ár frá ári. Tel ég það eitt hið alvarlegasta fyrir- bæri í uppeldismálum þjóðarinnar nú á dögum, hve stöð- ugt fækkar þeim börnum hennar, sem fá uppeldi sitt í sveit við gróðurlíf og gagnleg störf. Segja má, að nú sé um 4 tegundir skóla að ræða á þessu svæði: heimangönguskóla, farskóla, heimavistarskóla og fasta skóla með nokkurri heimavist, en slíku fyrirkomu- lagi hefur aukizt fylgi hin síðari ár. Árið 1942 voru á þessu svæði 18 fastir heimangöngu skólar, aðallega í kaupstöðunum og kauptúnunum, 31 far- skóli og 3 heimavistarskólar. Voru þá mörkin milli fastra skóla og farskóla mjög óglögg, en farskólahaldið alveg drottnandi í sveitunum, og má segja, að svo sé enn. Við lok s. 1. skólaárs tel ég, að hafi verið 23 fastir skól- ar, 16 farskólar, 6 skólar með vist og heimangöngu og 6 heimavistarskólar. Tel ég þá allt farskóla, sem hafa fleiri en einn kennslustað, hitt fasta skóla. Hefur farskólunum raunverulega nokkuð fækkað á þessum tíma, en heima- vistarskólum fjölgað um helming, en hitt er nýtt, að leigð séu hús eða heimili handa skólanum þar sem öll börn fá heimavist, sem ekki geta daglega gengið þangað, en hin hafi með sér matarfélag og ráðskonu, sem ríkið hefur greitt að einhverju eða að öllu leyti. Fjórir skólar á þessu svæði, og stundum fimm, hafa ekið börnum að og frá skólastað í bílum. Hefur sú úr- lausn reynzt bæði dýr og úrfallasöm í snjóavetrum og mun sennilega aldrei gefast vel norðanlands. Ég hef jafnan, eftir að ég tók að hugsa um þessi mál

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.