Menntamál - 01.03.1955, Page 63

Menntamál - 01.03.1955, Page 63
MENNTAMÁL 55 þar ættu bæði Rípurhreppur og Staðarhreppur að fá að vera með, svo að þar yrði sameiginlegt skólaheimili þess- ara þriggja hreppa. Á ýmsum fleiri stöðum á þessu svæði eru í undirbúningi skólahúsabyggingar, enda ekki van- þörf all víða. Tveir kaupstaðirnir af fimm eiga ný og ágæt skólahús með fimleikasal. Það eru Sauðárkrókur og Ólafsf jörður. Á Siglufirði er gamalt og sæmilegt skólahús, sem vantar þó rúm fyrir handiðjuna, og nú einnig leikfimissal, því að sá, sem notaður var þar, brann fyrir rúmu ári. Þá er hið 24 ára gamla skólahús á Akureyri orðið allt- of lítið, þótt nýlega væri við það aukið. Þar er nú í ráði að byggja nýtt skólahús á Oddeyrinni, og er það nauðsyn- leg og sjálfsögð framkvæmd. Á Húsavík er gamalt skólahús og of þröngt að verða. Mun rísa þar veglegt skólahús innan tíðar, og var byrjað þar á vinnu við grunninn á s. 1. hausti. I kauptúnunum á svæðinu eru víðast nokkuð gömul skólahús og sums staðar fremur ófullkomin. Þó hafa hin síðari ár verið reist góð hús t. d. á Þórshöfn, Hrísey, við Hjalteyri (sem raunar er skólahús fyrir alla sveitina líka), svo er nýbyggt ágætt skólahús á Hofsósi, og á Dal- vík er byrjað á allmikilli byggingu við skólahúsið þar. Þá hefur Öngulsstaðahreppur í Eyjafirði byggt gott skóla- hús, sem börnum er ekið að og frá daglega í bíl. Af sveitunum í Norður-Þingeyjarsýslu var Öxarfjörð- ur fyrstur að reisa heimavistarskóla og þar næst Prest- hólahreppur, en í Suður-Þingeyjarsýslu Hálshreppur. f Eyjafjarðarsýslu var Árskógshreppur fyrsti og eini hreppurinn, sem reisti sér heimavistarskóla, og hefur hann starfað á annan áratug, og kemur þá Svarfaðar- dalur næstur. f Skagafjarðarsýslu var Haganeshreppur fyrstur, og svo hefur Lýtingsstaðahreppur reist sinn ágæta heimavistarskóla, við Steinstaðalaug, sem starfað hefur undanfarin ár. Þá eru sumar sveitir að koma upp

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.