Menntamál - 01.03.1955, Page 69

Menntamál - 01.03.1955, Page 69
MENNTAMÁL 61 1953, en heildarútgjöld ríkisins, voru sama ár 423.695 milj. kr. Árið áður voru hliðstæðar tölur kr. 53.78 milj. og 357.679 milj. kr. Sjá einnig síðasta hefti Menntamála. Heimavistarskóli að Varmalandi: Mánudaginn 6. des. s. 1. tók hinn nýi heimavistarskóli Mýrasýslu að Varmalandi til starl'a. í skólanum er rúm fyrir 40 börn, en unnt mun verða að koma þar íyrir 52 börnum. Skólinn mun starfa í tveim- ur deildum, yngri og eldri deild, og dvelja þær í skólanum til skiptis. Kennslustofur eru þrjár, rúmgóðar og glæsilegar, og tvær fullkomn- ar íbúðir. Skólastjóri er Ólafur Ingvarsson, er áður var skólastjóri heimavist- arskólans á Strönd í Rangárvallasýslu, kennari er Bjarni Andrésson og ráðskona Jóhanna Olsen. Daníel Kristjánsson frá Hreðavatni mun fyrstur hafa vakið máls á því, að reistur yrði heimavistarskóli fyrir Mýrasýslu á heitum stað, en Stefán Jónsson námstjóri hefur rakið iorsögu þessa máls í grein, Sýsluskóli Mýramanna, Menntamál, 3. hefti 1951. Teikningar að húsum skólans gerði Sigvaldi Thordarson arkitekt, en yfirsmiður hefur verið Kristján Björnsson hreppstjóri á Steinum. Byggingarnefnd skipa Jón Steingrímsson sýslumaður, Andrés Eyjólfs- son aljrm. og sr. Bergur Björnsson í Stafholti. á'erkið var hafið liaustið 1951. Heildarkostnaður mun verða eitthvað yfir 3 miljónir króna. Ráð er gert fyrir, að sundkennsla fari fram að Varmalandi. Hafa búningsklefar við sundlaugina verið endurbættir. Á s. 1. hausti voru eftirtaldir menn kosnir í skólanefnd al sveitar- stjórnum Mýrasýslu: Frú Anna Brynjólfsdóttir, Gilsbakka, Daníel Kristjánsson skógarv. Hreðavatni, Leifur Finnbogason bóndi í Hít- ardal, Vigdís Jónsdóttir forstöðukona húsinæðraskólans á Varma- landi og séra Bergur Björnsson, formaður nefndarinnar, skipaður af menntamálaráðherra. Mynd er af skólanum á kápu þessa heftis. NÝJAR BÆKUR UM UPPELDISFRÆÐILEG OG SÁLFRÆÐILEG EFNI. Þessar bækur hafa hlotið lofsamlega dóma í norrænum tíma- ritum. Torgeir Bue: Pedagogisk Metodikk. Gyldendal Norsk Forlag 1954. Verð: Bundin 10.00 norskar krónur.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.