Alþýðublaðið - 14.03.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.03.1923, Blaðsíða 2
2 Átvinnulejsið °g aðkomumennirnir. Ég get ekki látið hjá því íara aö skrifa nokkur orð um, hvernig farið er með Reykvíkinga nú í atvinnuleysÍDU. Sveitamennirnir safnast hingað til bæjarins til að hrifsa þessa litiu atvinnu frá okkur, og það kveður svo ramt að þvf, að nú á undanförnum dögum veit ég áð á þremur skipum hafa verið afskráðir menn til að fá sveitamönnum skips- rúm. • Hvað á þetta ganga langt? Eiga sveitamennirnir að koma því til leiðar, að við sitjum allir í landi, Reykvíkingar, einmitt þann tíma ársins, sem við höf- um flestir vonað að hata eitthvað að starfa. Nú er að byrja aðalatvinnu- tíminn, vertíðin. Eigum við að ganga með [hendur í vösum og horfa á, þegar tugir af utan- bæjarmönhum ganga um borð í togarana til að taka frá okkur þessa peninga, sem við höfum fullan rétt til að fá? Nei; hér verður að taka alvarlega f taum- ana. Þetta getur ekki gengið svona lengur. Við erum ekki svo vel stæðir, Reykvíkingar. Ekki segja bankastjóraruir okkar, að peningarnir séu svo miklir hjá almenningi. Það fór nýlega maður, sem ég þekki, með smá- víxil og ætlaði að selja hanu í öðrum baDkanum. Bankastjórnin sagðist ekki geta keypt hann vegna þess, að þeir víxlar, sem þeir ho ðu keyvt í vetur, borguð- uðust ekki, og yrði að fram- lengja þeim og bæta rentunum við. Á þessu sjáum við, hvernig komið er. Er nú engin leíð, að skipstjórarnir geti séð sóma sinn í þessu máli og látið bæjarmenn ganga fyrir með þessi fáu skip- rúm hjá sér í vetur? Þó að þeir eigi kannske venzlamenn í sveit,1 sem þeir þurfa að hugsa um, þá nær það engri átt, að okkur só ekki að minsta kosti boðið skiprúmið fyrst, áður en" áð* Jsomumenn eru skráðir um borð ALÞYÐUBLAÐIÐ í skipin. Ef þessu heldur átram, sem byrjáð er á, þá verðum við að taka til þeirra ráða að neita að vinna með þeim, enda yrði það enginn skaði fyrir útgerðina, því að flestir eru sveitamenn svo úr garði gerðir, að fyrstu ferðina, s°m þeir eru um borð í togara, ætlar sjóveikin að gera út af við þá, aðra ferðina handlama, þriðju ferðina í landi á skipsins tO)tnað; tjórðu ferðina eiga þeir að heita sjófærir, svo að fult gagn sé að þeim til vinnu, svo að það er méiri parturinn af ver- tíðinni sem hinir vönu' togara- menn verða að vinna fyrir þá, svo að þeir geti makað krókinn með peningum, sem þeir vinna ekki fyrir með sama rétti og vanir togaramenn. Þrándur í götu. Þjððrækní. Þarft er frumvarp Bjárna Jónssonar frá Vogi um nöfn. Er það ritað á gulla’darmáti. Hygst hann að snúa íslending- um frá viliu. Kennir þjóðrækni og skilnings hjá höfundi fruro- varpsins. Leiðir hann Þorgerði og Snorra fyrir þingmenn. Er nú eftir að vita, hyort þeir kannast við þau. Hallgrímur Jónsson. Innri rðdd. Prestur segir við eitt af spurn- ingabörnunum: »Jæja, Stfna! Veiztu, hvað samvizkan er?< Stína heyrir einn af félögum sínum hvfsla og svarar síðan: >SamvÍzkan er innri rödd.< >Hefir þú nokkuin tíma heyrt ' til þessarar innri raddar.< >Já. Það hefi ég.< >Og hvenær þá?< >Jú; einstaka sinnum heyri ég hana kurra f maganum á mér.< Kappdráp. „Spænska Teikin“ og helrns- styrjöldin. Frá því í maf 1918 og þangað til í marz iqig dóu meira en 25 milljónir mánná úr >spænsku veikinni<. Á þeim fimmtfu mán- uðum, sem heimsstyrjöldin var- aði, dóu í stríðinu 7668300 manna. Að meðaltali hafa þá fallið í stríðínu 150 þúsundir manna á mánuði, en til jafnaðar hefir >spænska veikin< lagt að velli 2' milljónir og 436 þúsundir manna á mánuði, Þess- er vitanlega að gæta, að >spænska veikin< herjaði víðar en herirnir, enda hefir hún óneitanlega haft vinninginn. Sömuleiðis var erfiðara um varnir gegn henni, því að vopn hennar voru óþekt. Frá Alþingi. f ingsályktunartillögnr þessar hata komið frám, síðan um slíkar tiliögur þingmanna vár síðast getið: Um sjómæl- ingar. Flm.: Jón Auðunn Jónsson Ríkisstjórnin hlutist til um, að •svæðið fyrir Hornströndum og kring um Þaralátursfjörð verði mælt og uppdráttur gerður af þvi sem allra fyrst. — Um loft- skeytastöðvar á Siglufitði og í Grímsey. Flm.: Stefán Stefánsson. Ríkisstjórnin hlutist til um, að þessar stöðvar verði reistar sem fyrst. Þingmannaf'rumvarp. Þingmenn Reykvikinga flytja frumvörp bæjarstjórnarinnar hér um að leggja jarðirnar Árbæ og Ártún í Mosfellshreppi og Breiðho’t, Bústaði og Eiði í Sel- tjarnarneshreppi undir lögsagnar- umdæmi og bæjarfélag Rvíkur og til kosningalaga fyrir Rvík. Um sfðara frumvarpið segjast þeir hver um sig vera því ósam- þykkir í ýmsum atriðum, en flytja það þó, saman að áskorun

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.