Menntamál - 01.04.1960, Blaðsíða 42

Menntamál - 01.04.1960, Blaðsíða 42
28 MENNTAMÁL styrkja persónuleika og auka víðsýni þeirra, sem lesa. Byggja upp — en ekki rífa niður. Elzta heimild um skólabókasöfn hér á landi, (sem ég hef fundið), er grein um skólabókasafn í Vestmannaeyj- um í 2. árg. Skólablaðsins 1908. Skólastjórinn þar Steinn Sigurðsson, er þá nýbúinn að stofna bókasafn við skólann með aðstoð skólabarna þar. Vil ég leyfa mér að tilfæra hér nokkur orð úr grein hans. Þar segir svo: „.....Víða mun það við brenna, að börnum, sem stunda skólanám, sé öllu ljúfara að lesa aðrar bækur en skóla- bækurnar, að minnsta kosti öðru hverju. Efninu í mörg- um skólabókum er oft svo þjappað saman, að börnum veit- ist mjög torvelt að greiða það í sundur og skilja. Þau fá leiða á að brjóta heilann um svo erfitt og ein- hliða efni. Þess vegna leita greind og námfús börn til annarra bóka en skólabókanna, ef þær eru fyrir hendi, og teyga í sig eins og drykk, það sem slíkar bækur hafa að bjóða. Stundum hittist svo á, að þær hafa inni að halda góðan lærdóm og gagnlegan. En að koma í veg fyrir það, að börnin afli sér þannig fróðleiks upp á eigin hönd, með því að svipta þau öðrum bókum en þeim, sem skólinn notar við kennsluna, getur ekki talizt ráðlegt, enda mun áhugi þeirra á skólanáminu alls ekki aukast við það. Hitt mun hafa heilladrýgri afleiðingar að sjá börnun- um fyrir nýjum og nýjum bókum og kosta þá að sjálf- sögðu kapps um að velja þær vel. Lestrarfýsn þeirra og fróðleikslöngun eykst að sama skapi sem bókaforði þeirra vex, og er það nokkur trygg- ing fyrir því, að þeim fari fram að þekkingu. Þess vegna ætti dálítið bókasafn að vera við hvern ein- asta barnaskóla á landinu." Þetta voru orð Steins Sigurðssonar, og sé ég ekki bet- ur en þau séu í fullu gildi í dag, þótt skrifuð séu fyrir rúm- um 50 árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.