Menntamál - 01.08.1967, Side 49

Menntamál - 01.08.1967, Side 49
MENNTAMÁL 143 Reynt er að láta heyrnartækin magna sem mest þá tóna, '\ sem mælingin sýnir að verst heyrast, og jafnvel draga úr styrkleika þeirra, sem betur iieyrast, svo eyrað heyri þá sem jafnast, og gera þannig mögulegt að heyra sérkenni hinna ýmsu málhljóða. Að þessu leyti hefur tækni í smíði heyrn- artækja farið allmikið fram hin síðari ár, þó enn vanti mik- ið á, að mögulegt sé að jaf’na nákvæmiega hina ýmsu tóna með heyrnartækjum. Þegar um er að ræða heyrnartap eins og 2. mynd sýnir, má heyrnartækið magna alla tóna jafnt og getur þá skilað öllum séreinkennum málhljóðanna óbrengluðum til eyrans. Þegar heyrnartapið er aftur á móti eins og 4. mynd sýnir, þarf heyrnartækið að magna tónana, sem hafa sveiflutíðn- ina 512 og 1024 og allt þar á milli. Tónbilið milli 2048 og 4096 þyrfti rninni mögnunar og lægstu tónarnir minnsta. Barn, sem hefði heyrnartap eins og 3. mynd sýnir, mundi sennilega ekkert mál læra á venjulegan hátt, en ef hægt væri að magna tónbilið frá 512 til 1024 þannig, að barnið heyrði tónana frá 128 til 1024 nokkurn veginn jafnvel, mundi það vera mikil hjálp við að kenna því að tala, þó það gæti, þrátt fyrir mögnunina, aldrei heyrt og aðgreint öll málhljóðin. Tóna með hærri sveiflutíðni en 1024 væri aldrei hægt að láta barnið heyra. Barn, sem hefði heyrn eins og 6. mynd sýnir, mundi mjög lítil eða alls engin not hafa af heyrnar- tæki. Þegar barn notar heyrnartæki, þarf fyrst og fremst að gæta þess, að tækið sé þannig stillt, að það komi barninu að sem mestum notum. Það þarf að sýna barninu og félögum þess fram á, að það sé ekki meiri minnkun í því að nota heyrnartæki en gleraugu. Hafi heyrnardeyfa barnsins gert það hjárænulegt og frábrugðið öðrum í framkomu, er mjög mikilvægt að hjálpa barninu til að yfirstíga þá örðugleika og láta því finnast það standa öðrum jafnfætis. Þá verður sífellt að vera að hjálpa barninu til að leiðrétta málfar sitt og auka orðaforða þess og málskilning.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.