Menntamál - 01.08.1967, Side 63

Menntamál - 01.08.1967, Side 63
MENNTAMÁL 157 árangur náms. Og ég álít enn fremur, að Iræðsla um sam- íélagið sé alltaf að verða okkur nauðsynlegri. Á tímurn hinna ótrúlega hröðu breytinga, sem við lifum á, er okkur óhjá- kvæmilegt að vinna að auknum skilningi á eðli samfélags- ins og breytingarmegund (á ensku potential for change) þess. Við þurfum að auka gagnsæi okkar á samfélaginu, við þurf- um að lýsa það. Og það samfélag, sem þessi orð eiga bezt við, er vafalaust þjóðfélagið sjálft. Tökum dæmi. Við lifum á tímum verðbólgu, það er okk- ur öllum kunnugt. En skiljum við verðbólguna, orsakir hennar, samhengi orsaka og afleiðinga, áhrif verðbólgunn- ar á atvinnulíf þjóðarinnar eða á okkar persónulega líf og afkomu í nútíð og einkum framtíð? Mér er stórlega til efs að svo sé. Nú er verðbólgan samt nokkuð, sem við búum við dagsdaglega, við finnum fyrir henni á hverjum degi og jafnvel oft á dag, okkur finnst hún næstum áþreifanleg, ef til vill eins og óhugnanleg vofa, ef til vill eins og góðlátlegur förunautur. Hvers vegna skiljum við ekki betur fyrirbæri, sem við búum í svo nánu sambýli við? Það er vegna þess, að okkur hefur ekki verið kennt að þekkja fyrirbærið, að kanna það hlutlægt. Og þess vegna hjúpast verðbólgan n. k. leyndarhjúpi. Hún er mál sérfræð- inganna. Sú litla fræðsla, sem við höfum fengið um verð- bólguna, er líklega að mestu fengin úr dagblöðunum. Og við vitum, að dagblöðin eru lélegir uppfræðendur í þessum efnum, og íslenzk dagblöð alveg sérstaklega. íslenzk dag- blöð eru málgögn stjórnmálaflokka, og sem slík eru þau túlkendur tiltekinna sjónarmiða í þjóðmálum og fulltrúar ákveðinna hagsmuna. Þau eru því andstæða hlutlægis, sent er einkenni hlutlausrar athugunar og fullrar, sem dregur ekkert undan og leitar skýringa. íslenzk dagblöð eru hlut- dræg í mati og dómar þeirra eru því „litaðir“. En við lestur blaðanna höfum við samt að öllum líkindum hlotið obbann af þeirri „fræðslu“, sem við brúkum til mats og skilnings á jafnalvarlegu fyrirbæri og verðbólgu.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.