Menntamál - 01.08.1967, Side 92

Menntamál - 01.08.1967, Side 92
186 MENNTAMÁL starfsliði, að hann geti annað því vandasama, fjölþætta og umfangsmikla hlutverki, sem honum er falið. V. 14. uppeldismálaþing S.Í.B. og L.S.F.K. fagnar stofnun íslenzkrar sjónvarpsstöðvar og álítur, að starfsemi hennar geti orðið íslenzkri menningu og þjóðerni til mikilla heilla, ef rétt er á haldið. Þingið telur höfuðnauðsyn, að fjölmiðlunartæki slíkt sem sjónvarpið er, verði liið fyrsta virkjað svo sem verða má, til stuðnings íslenzkri skólastarfsemi. Þingið telur, að gott starf hafi þegar verið unnið á veg- um sjónvarpsins við flutning skipulegs dagskrárefnis fyrir börn og unglinga í þættinum Stundin okkar. Þingið leggur áherzlu á, að eftirleiðis sem hingað til starfi að gerð slíkra þátta starfsmenn, er sérþekkingu hafa á málum æskufólks, bæði hvað fræðslu og félagsleg málefni snertir. Þingið hvetur eindregið til þess, að aukin verði og efld innlend dagskrárgerð hins íslenzka sjónvarps, þar sem þjóð- leg menningarhefð verði í fullum heiðri höfð. 14. uppeldismálaþing S.I.B. og L.S.F.K. fagnar þeirri lausn sjónvarpsmáls Keflavíkurstöðvarinnar, sem boðuð hef- ur verið. Allar tillögurnar voru samþykktar í einu hljóði.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.