Alþýðublaðið - 15.03.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.03.1923, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Frá Alþingi. ÞingmannafrnmTarp. Um nöfn. Flm.: Bjarni trá Vogi. Þessu frv. lýsti Haligrímur Jónsson í gær hér í blaðinu, en megininnták þess er að lögbjóða, að fylgt sé »gömlum sið um mannanöfn, og skal hver maður bera eitt íslenzkt nafn og kenna sig til föður síns sem verið hefir, með þeim hætti, sem gerði Snorri Sturluson eður Þórgerður Egilsdóttir.< Brot varða 200 til 2000 kr. sekt, og skulu sektír renna til unglingaskólahalds í sýslum landsins, en 1000—10000 kr. sekt á að varða, ef fornhelg nöfn eru lögð »við hégóma, svo sem veitingastaði, smákot eða . götur í kotbæjum.c — Um gerð- ardóma í kaupgjaldsþrætum. Flm : Bjarni frá Vogi. Greinargerð hljóðar svo: »Af því áð verk- bönn og verkföll eru svo skað' leg þjóðinni og kostnaðarsöm, þykir hlýða að skipa þeim máb um með lögum.< Skipun sú á verkbönnum og verkföllum, er frv. gerir ráð fyrir, er á þá leið, áð vinnusalar og vinnuþegar, er geta eigi orðið ásáttir um verð vinnu, velja í hverri grein eða í sámeiningu hvorir um sig fin>m manna nefnd, kosna til eins árs f senn, til að semja um kaup fyrir sfna hönd, »þá er eigi semst meðal einstaklinga.< Ef nú eigi semst milli þessara nefnda, skal leita ráðherra eða dómara til milligöngu, en ef eigi semst að heldur, skal skipa gerð- ardóm í þrem stigum með þre- földum ruðningum, og vilji að- iljar eigi hlíta dómi fyrsta stigs, er máli skotið til annars og það- an til þriðja, en þá verður ekki lengra skotið, því hæstiréttur er k'ominn í spilið, heldur skal þá hver einstakur maður, er tregð- ast að hlíta dómi, gjalda fimm króna dagsektir — hvert sem verðgildi krónunnar er —, þar til er hann hiýðir. Þrátt fyrir þessa mikilfenglegu skipan á verkbönnum og verkfölinm sést eigi af frv., hvernig að slculi fara að firra þjóðina skaðá og kostnaði, et annar hvor aðili vildi hafa verkbann eða verkfall, 1ÁÆTLUNARFERÐIR H H frá 0 0 Nýju bifpeiðastAðinni ^ s Lækjartorgi 2. m Keflavík og Garð 3 vár í m viku, mánud., miðvd., lgd. m Hafnarfjörð allan daginn. m Vífilsstaðir sunnudögum. Sæti 1 kr. kl. i U/2 og 2xj%. Sími Hafnarfirði 52. — Reykjavík 929. EJ Hjálparstöð Hjúkrunarfélags- ins »Líknar< er opin: Mánudaga . . . ki. n—12 f. h. Þriðjudaga ... — 5—6 e. -- Miðvikudaga ; . — 3—4 e. -- Föstudaga ... — 5—6 6' -- Laugardaga . . — 3—4 e. - þar til er fenginn væri úrskurð- ur síðasta stigs þessara fimm- földu skruðniuga, sem búast má við að tæki tvö til þrjú ár eftir Thomas Krag: Skugga-völd. feldu sorgar-afleiðingar atburðarins legið á mér sein óbærilegt faig. fér megið trúa Því, að ég hefi breyzt eina skelfing á þessu tímabili. Þá var ég unglegur eftir aldri að dæma.. En ur því fór mér hnignandi með degi hverjum. Sálarkvalir mínar hafa reynst mér. svo sárbeittar. ..." Hann nam staðar stundarkorn, starði á mig og tók svo aftur til máls hægt og hikandi: »Ég er morðingi, hefl drepið menn í hrönnum — svo að mörgum hundruðum skiftir. Éað er óg, sem á alia sök á sýningarbrunanum mikla, sem várð hér í París í Jean-Goujou-götunni þann 4. maí árið 1897.“ Éessi orð sagði maðiuinn með svo ósegjanlega einkennilegum rómi, að það var einna svipaðast því, sem orð hans kæmu óraleið utan úr geimi og væru töluð þaðan gegn um víðan hólk. Hann stóð grafkyr; munnur hans skældist eins ogafsársauka og hann hafÖi augun lokuð. Til þessarar stundar hafði óg að eins athugað þennan merkilega mann frá því sjónarmiði einu, að hann væri ekki með öllum mjaila, en þó mesta meinleysis-skinn alt að einu. Eu nú rann kalt vatn um mig allan. Og ég fann það, að hann hafði stprk dávaldsáhrif á mig, þar sem hann stóð and- spænis mór. . . . Ég svaraði honum og spurði: „Hvers vegna haldið þér, maður! að þér eigið sök; á þessu hroðalega slysi?" Hann svaraði ekki þessari spurningu minni, en hélt áfram að tala i skýrmæltum lognmollurómi — eins og upp úr svefni: „ ... í það mund var ég hreint ekki laus við metnaðargirni," sagði hann. „Það var frægðarljómi hins horfna ættargengis, sem þar bIó undir. Auk þess hafði mér þá hlotnast staða í einrji af stjórn- ardeildunum frönsku, að vísu ekki neitt sérlega vegleg, en vænleg að því leyti, . að aðgengi til virðulegri stöðu s ðar stóð mér opið. Ég man það lengst, hvað það særði mig oft tilfinnanlega að fá ekki lifað og starfað í þeim stéttarflokki, þar sem maður fær notið auðs og álits, þaðan sem maður með jafnaðargeði lítur smáum augum á alla þá, sem taka feginshendi við úrkasti og smá- smygli. . . . En þá bar svo við einn sóiríkan dag, að ég hitti kunningja minn á götu, . . . ungan mann, efnaðan og ættstóran mannkostamann. Hann tók að segja méi; frá hinu og þessu um sýninguna miklu, sem hann var starfandi þátttak- andi í. „Hvernig væri, að maður reyndi að koma þér þar að?“ sagði hann. „Og annars ættir þú,“ hélt hann áfram, „að reyna að ota þór miklu meira fram hér og þar en þú gerir. Éú hefir líka gömlu og merku ættarnafni á að skipa. En senni- lega ertu eitthvað þver og stirfinn. Samt held ég, að þér ætti að vera auðið, að láta þetta nafn verða þér gott hjálparmeðal til upphefðar-auka. Á morgun skaltu fara í samkvæmisfötin og hitta mig liéí' í sama mund. . , . Éað eiga þá síðdegis að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.