Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 9

Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 9
V O R I Ð 5 hvað hann ætti nú að gera við mig, fór hann í næstu bókabúð og keypti fallega bók með mörgum myndum. Ég lá á búðarborðinu meðan hann var að skoða bókina, og ég man ailtaf eftir fallega brosinu á vörum hans, þegar hann var að fletta henni. Ég segi nú eins og er, að ég hef ekkert vit á bókum, en ég held að góðar bækur séu eitt af því bezta, sem börn geta keypt, þegar þau eignast aura.“ „Eruð þið ekki orðnir þreyttir að hlusta?" spurði stóri peningurinn. „Nei, nei!“ sögðu allir litlu pen- ingarnir, en vasahnífurinn þagði. „Ég sagði ykkur áðan frá því,“ hélt stóri peningurinn áfram, „að mér hefði stundum auðnazt að verða öðrum til góðs. Ég er ekki að segja það mér til hróss, en ég held, að ég hafi einu sinni orðið til þess að bjarga mannslífi.“ „Það eru mikil tíðindi og góð,“ sagði vasahnífurinn. „Það eru nokkur ár síðan þetta gerðist,“ hélt peningurinn áfram. „Lítill fátækur drengur lá veikur í rúmi sínu og barðist við dauðann. Fyrir utan gluggann hans var sól- skin og vor, og hann heyrði glaða hlátra barnanna, sem fóru um göt- una. Móðir hans var oftast svo önn- um kafin við störf sín, að hún mátti sjaldan vera að því að sitja hjá veika drengnum sínum. Honum leiddist því einveran, og það stóð honum fyrir bata. Honum hnign- aði æ meir, og móðir hans var farin að óttast, að hún mundi missa litla drenginn sinn. En nú víkur sögunni til annars drengs í anarri götu í þessum sama bæ. Hann hafði gengið í skóla með veika drengnum um veturinn, sem þá var heill og hraustur, og þeir höfðu orðið góðir vinir. Það vildi nú þannig til, að um þessar mundir lenti ég hjá þessum litla dreng. Hann hafði fengið mig að gjöf frá einhverjum frasnda sín- um, og nú lá ég í lófa hans, og var auðséð, að honum þótti vænt um þessa gjöf. En á meðan hann var' að skoða mig, færðist sólskinsbros um varir hans, og litlu augun lians ljómuðu af gleði. Það var auðséð, að honum hafði dottið eitthvað fallegt í hug. Og nú mundi hann allt í einu eftir vini sínum, veika drengnum, og hann sagði við sjálfan sig: Ég ætla að nota þessa peninga til að gleðja hann. Hann sagði mömmu sinni frá þessari hugmynd, og hún klappaði á kollinn á honum og sagði, að þetta væri það bezta, sem hann gæti gert. Þið getið hugsað ykkur gleði veika drengsins, þegar vinur hans færði lionum fallegan vönd af lif- andi blómum, sem hann setti í vasa við höfðalagið á rúminu hans. Það var eins og hann kæmi með sjálft vorið inn í litla herbergið hans. Það fylltist af blómaangan, og litla,

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.