Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 11

Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 11
VORIÐ 7 Fegursta dýr í heimi — Hvar get ég fundið fegursta dýr heimsins! — spurði asninn og leit í kringum sig. Þarna í nánd stóð kýrin og beit gras. — Það getur varla verið kýrin. Æi, nei. — Hún er svo óttalega klunnaleg. — Nei, ég verð að fara eitthvað langt út í heim til að finna heimsins fegursta dýr. — Og svo lagði hann af stað. Fyrsta dýrið, sem hann mætti, var héri. — Jú, víst eru eyrun bæði löng og falleg. — Nei, hann er ekki svo vitlaus. — En mér þykir þó hálf kjánalegt að afturfæturnir skuli vera miklu lengri en framfæturnir. Það hlýtur að vera hægt að finna fallegra dýr en þetta. — Nú kom asninn allt í einu auga á slönguna. — Skyldi þetta vera dýr? hugsaði asninn. — Þetta líkist einna mest garðslöngunni heima — ha-ha. — Og svo hélt liann hlæjandi áfram. Og hann var enn að hlæja, þegar hann mætti fílnum. — Ha-ha-ha. — Þessi hefur þá hala á báðum endum. — Og svo hefur hann trjástofna í stað fóta. Sá er nú ekki fagur á að líta. En hann hló ekki, þegar hann mætti ljóninu. Honum fannst alveg óþarfi að vekja á sér athygli í návist þess. U ff-uff — dæsti hann. — Höfuðið er allt of stórt, borið saman við skrokkinn. Að hugsa sér, að nokkur skuli geta sagt að ljónið sé fallegt. —• Það hlýtur að vera vegna þess, að þeir þora ekki annað. — Ég verð að halda áfram. — IJí-hí-hí — hló asninn, þegar hann sá vatnahestinn. Ja, þvílík heljar rúllupylsa. — Svo hélt hann áfram að hlæja, þegar hann sá gíraffann. Þessa fánastöng á ferð. Og enn hló hann, þegar hann sá krókódílinn með litlu fæturna og langa trýnið. Og hann hélt alltaf áfram að hlæja, þegar hann sá öll hin dýrin. Og ekki eitt einasta dýr fannst honum eiga það skilið að vera kallað heimsins fegursta dýr. En þá mætti hann hestinum. — Nei, sjáum nú til! — tautaði asn- inn. — Hann er ekki sem verstur. Þetta er fegursta dýrið, sem ég enn hef séð. — Rennilegur skrokkur — fjórir fallegir, mjóvaxnir fætur og þetta fallega bak, og — nei, halinn er eitthvað kjánalegur. Hann er eins og kústur. Og eyrun eru allt of lítil — svolitlar píslir, sem standa beint upp í loftið. — Það var leið- inlegt þetta með eyrun. Annars hefði þetta sannarlega verið fagurt dýr. En nú kom hann auga á asna, sem

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.