Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 14

Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 14
10 V O R I Ð Benedikt Bjarklind núverandi stórtemplar. og auðguðu félags- og skemmtanalíf- ið á hverjum stað. Þær voru fyrsti skólinn í félagslegum efnum og fé- lagslegum þroska í landinu. Börnin fengu hina fyrstu þjálfun í vel skipulögðum barnastúkum. Síðan tóku undirstúkurnar við. í áfengis- málunum gerðu stúkurnar tvennt í senn. Þær komu í veg fyrir drykkjuskap, og þær björguðu mörgum drykkjumanni frá ógæfu með því að taka hann inn í félag sitt, þar sem liann varð góður og áhugasamur félagi. Nú hafa stúkurnar á íslandi unn- ið starf sitt í 75 ár. Það hefur orðið þeim til láns, að þær hafa eignazt marga ágæta starfsmenn, bæði fyrr og síðar, sem voru miklir áhrifa- menn í þjóðfélaginu, bæði ráðherr- ar, alþingismenn og embættismenn af ýmsu tagi. En þó var ekki minnst vert um störf hinna mörgu, trúu, nafnlausu karla og kvenna, er helg- uðu stúkunni krafta sína. Og enn í dag vinnur Reglan að alls konar menningarstarfsemi auk þess sem hún vinnur stöðugt og markvisst að því að vinna á móti áfengisbölinu með ýmsu móti. Hér á Akureyri starfrækir Reglan t. d. Æskulýðs- heimili templara, sem er stöðugt að afla sér meiri og meiri vinsælda. Nú eru starfandi í landinu um 50 undirstúkur með tæpum 4000 félögum og rúmar 64 barnastúkur með um 6525 félögum. Þá er að rísa hér upp sérstök deild innan Reglunnar, en það eru ungmenna- stúkurriar, í þeim eru nálega ein- göngu unglingar frá fermingu til tvítugs, og má mikils vænta af þeirri deild. Vorið sendir öllum barnastúkum landsins kveðju sína og árnaðarósk- ir. Þakkar ágætt starf þeirra á liðn- um áratugum og óskar þeim gæfu og gengis nú og alla tíma.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.