Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 19

Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 19
V O R I Ð 15 — Já, en flýtið ykkur þá áður en þau koma heim, en farið varlega og hræðið ekki ungana, sagði hann. Samstundis þutu þau María og Knútur upp á vagninn, teygðu sig upp á fjósþakið, gægðust undir þak- steininn, þar sem Pipp og Vipp áttu hreiðrið sitt. En það komst ekki nema annað að í einu. María var fyrri, því að Pipp var fuglinn henn- ar. Fyrst sá hún ekki neitt, því að það var svo dimmt inni í holunni. En hún heyrði eitthvert tíst, og þeg- ar augun vöndust myrkrinu, kom hún auga á eitthvað í hreiðrinu. Og þetta var skemmtilegasta sjón, sem hún hafði nokkurn tíma séð. Fyrst varð hún hálf smeyk, en svo fór hún að hlæja, og Knútur gat ekki skilið, að hverju hún hlægi. — Lofaðu mér að sjá, sagði hann og ýtti við henni. — Bíddu ofurlítið, sagði María. — Hefur þú séð litla unga með svona stór gin. Og hvað þeir gapa. Þú getur séð alveg ofan f maga á þeim. — En þeir eru svo fallegir, angarnir þeir arna, bætti hún við. — Hvað eru þeir margir? spurði Knútur. — Og nú er röðin komin að mér. Hann var farinn að verða óþolinmóður. — Þeir eru einn — tveir — þrír — fjórir — fimm, — nei, það er einn í viðbót — þeir eru sex, svaraði María. Framhald. E. Sig. þýcldi. Forskrift Nýja bókin hvít og hrein á hillu liggur, mörkuð bláum, beinum línum, bíður eftir penna þínum. Gættu þess að halda hreinu hverju blaði. Hvergi sjáist blakkir blettir, blöðunum þá einhver flettir. Mundu nú að rita rétt og reglum fylgja, æfa drætti undurhreina. Orðin mynda dálka beina. Langar mig þú lærir vel þá list að skrifa, svo að jafnvel sérhver lína sýni mönnum iðni þína. Æfðu saman hönd og hug að hverju starfi, vitur lát hvert verk þig prísa. — Verkin innra manni lýsa. Erla (Ævintýri dagsins). „Hvaða mánaðardagur er í dag, Steini?" spyr pabbi. „Það veit ég ekki.“ „Nú, líttu á blaðið, sem þú heldur á, drengur." „Það er ekkert að marka það. Þetta blað er frá þvi í gær.“

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.