Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 20

Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 20
16 V O R I Ð Spád ómurinn Jenny (15 ára) Elin (14 ára) Kristján frændi, (50 ára piparsv.) Otto (stúdent, frændi þeirra) Knútur (stúdent) Stina (vinnukona) Sótari, sendill og litill hundur. . Leikurinn gerist á heimili Ellu og Jennyar. Viðkunnanleg stofa rneð fallegum húsgögnum, teppi á gólfi, spegill á veggnum, sími á borði við gluggann. Á öðru borði ölflaska og glös. Til hægri útidyr, til vinstri dyr inn í eldhúsið. STÍNA (Er að vökva blóm, er með vatnskönnu í annarri hendi, dulu í hinni. Þegar hún þurrkar af borðinu, finnur hún miða, sem hún tekur og les): Sótarinn kemur á morgun — föstudag! (Lætur miðann á borðið). Það er í dag, ójá — á maður að fá allt útsvínað aftur! (Þurrkar af) — Það er svo sem ekki vanþörf á því, eldavélin reykir svo mikið, að það er eins og kviknað sé í húsinu minnst þrisvar á dag! ELLA (kemur þjótandi inn, fleygir nótnamöppu á borðið, lætur sig detta niður á stól): Puh! En hvað ég hljóp! (Lítur á úrið sitt). Klukkan er ekki orðin fjögur! Hvar er Jenny? STÍNA: Hvernig á ég að vita hvar þið alið manninn, þessir frávill- ingar! Annars sagðist hún vera að fara í enskutíma! ELLA: Nú, — þá veit ég hvar hún er! Hún er úti að telja hunda! STÍNA (hættir að þurrka, skiln- ingssljó á svip) Telja hunda? ELLA (stekkur upp, dansar yfir gólfið, klappar saman höndum) Já, húrra! Ó — ég er svo glöð! Ég er búin að fá 99! STÍNA (bjánaleg): Hvað ertu búin að fá, Ella? ELLA: 99 hunda! (Dansar) Tra-la- la-la! Nú vantar mig bara sótara! STÍNA: Annað hvort er ég orðin geggjuð, eða þið Jenny eruð gengnar af göflunum. ELLA (heyrir ekki): Jenny hefur ekki fundið nema 89 hunda enn þá, lia, ha, ha! — Það er þess vegna sem hún er núna úti að leita. STÍNA (heldur áfram vinnu sinni, önug): Ég vil ekki hlusta á svona tal, hundar og aftur hundar, annað heyrist ekki núna upp á

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.