Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 37

Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 37
V O R I Ð 33 og einhver hefði tekið hana. Telp- urnar heyrðu hávaða og brak og hlupu allar með hundana á eft- ir sér í átt til hússins. „Það greip hana einhver!“ sagði Agnes með óttasvip. „Hérna, gætið hvolpanna," sagði Britta. „Ég ætla að fara inn,“ og í sama bili skreið hún inn um hinn opna glugga, sem var á fyrstu hæð. Inni í herberginu lá gamall hjóla- stóll á hliðinni og hjá honum lá litla ljóshærða stúlkan samanhnipr- uð með andlitið að gólfinu. Stál- spöng var bundin við vinstri fót- legg hennar. Britta geystist inn í herbergið og á eftir henni komu liinar telpurnar. Litla stúlkan leit upp til Brittu. „Það er allt í lagi með mig,“ sagði hún og bar sig vel. „Ég hætti mér of langt út úr stólnum, svo að hann valt um koll. Ég vissi raunar að hann er varsamur þessi óhræsis gamli stóll, en ég gleymdi því í þetta sinn, því að mér þótti svo gaman að horfa á hvolpana.“ „Heldurðu að það sé óhætt að hreyfa þig?“ spurði Britta. „Já, já,“ svaraði stúlkan. „Ég hef bara meitt mig svolítið á enninu, en ég finn ekki mikið til. Sjáið til: Fyrir fjórum mánuðum ók bifreið á mig,“ og hún leit um leið niður á fótlegginn með stálspönginni. Telpurnar hjálpuðust að því að koma henni upp í rúmið, sem stóð úti í einu horni herbergisins. Hún var svo lítil og létt, að þeim reynd- ist það auðvelt. Þegar þær höfðu komið Iienni í rúmið, heyrðu þær hratt fótatak fyrir utan dyrnar, og sama höndin, sem þeim hafði áður fundizt eins og kló, opnaði hurðina. En þegar þær sáu konuna, sem inn kom, iðruðust þær eftir að hafa hugsað svona illt um hana. Hún var gömul og grann- vaxin kona með áhyggjufullt andlit. Það var auðséð, að henni þótti mjög vænt um litlu stúlkuna. „Ég heyrði að stóllinn valt,“ sagði hún með öndina í hálsinum, „og ég flýtti mér eins og ég gat.“ Hún þagnaði skyndilega og leit á telpurnar fjórar. „Eruð það þið, sem eruð með fallegu, rauðu hund- ana?“ „Já, við heyrðum líka, þegar stóllinn valt,“ sagði Britta, og gat nú ekki dulið forvitni sína og spurði: „Hvers vegna mátti hún ekki horfa á okkur. Við sáum, að þér dróguð gluggatjaldið fyrir?" Konan kinkaði kolli. — „Ég veit það, en þið skiljið kannski ekki, að þegar hún sér önnur börn ganga um og leika sér, líður henni svo illa, að hún verður blátt áfram veik af hryggð. Henni þykir það líka svo leiðinlegt, ef einhver sér hana gráta. Það var þess vegna, sem ég dró tjaldið fyrir gluggann. En ég er viss um, að henni þætti gaman að fá að gæla ofurlítið við hvolp-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.