Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 41

Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 41
V O R I Ð 37 Læknirinn (kemur inn eftir litla stund): , Jæja, ltvað er svo að yður, niaður minn?“ Bóndinn: „Að mér, það gengur ekkert að mér. Lg ætlaði bara að spyrja lækninn, hvort hann vildi ekki kaupa af mér kart- öflur." Dómarinn (við ákærða): „Kölluðuð þér hann þjóf?“ Hinn ákærði: „Já.“ Dómarinn: „Og óþokka?“ Ákærði: „Já.“ Dómarinn: „Og asna?“ Ákærði: „Nei, herra minn. Ég gleymdi því alveg.“ Dýralæknir einn hafði búið til meðal handa sjúkum hesti. Það var duft, sem liann aflienti ungum aðstoðarmanni sín- urn og bað hann að gefa hestinum það. Hann sagði honum, að liann ætti að koma duftinu fyrir í röri. Hann ætti að stinga rörinu upp í munninn á hestinum og blása því síðan niður í liáls hans. Þegar hann litlu síðar kom út í hest- húsið til að vita, hvernig þetta hefði gengið, sá hann sér til mikillar undrunar, að aðstoðarmaðurinn stóð á rniðju gólfi og baðaði út öllum öngum. „Hvað hefur komið fyrir?“ spurði hann. „Hvar er meðalið?" Aðstoðarmaðurinn hóstaði og stundi og gat lengi vel ekki komið upp nokkru orði, en að lokum gat hann sagt: „Hesturinn blés fyrst." Pétur fer inn í matvörubúð og biður um eina pylsu. Afgreiðslumaðurinn vefur liana í venjulegar umbúðir. En þegar Pétur hefur tekið við bögglinum, segir liann: „Ég sé, að þér hafið þarna Ijómandi fal- legan ost. Ég held, að ég vilji hann liekl- ur.“ „Þér getið fengið skipti," sagði af- greiðslumaðurinn og fær honum síðan ostbitann. Pétur þakkar fyrir og gengur áleiðis til dyra. „Heyrið þér,“ kallaði afgreiðslumaður- inn. „Ætlið þér ekki að greiða?“ „Greiða? Fyrir hvað á ég að greiða?" „Ætlið þér ekki að greiða ostinn?“ „Ostinn? Ég fékk hann í staðinn fyrir pylsuna." „En þér greidduð ekki pylsuna." „Pylsunal Ég sem skilaði pylsunni til yðar ’aftur!" Fel u rriynd Hvar er slúra systir?

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.