Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 43

Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 43
5) Það er líka smiður í Ævintýralandi. Hann er gamall og hefur gigtarverk í mjöðminni. Hann hefur lærisvein, scm er nærri því eins fær og gamli smiðurinn, einnig við að járna hesta. En ef komið er með hest úr konungs- garði, verður gamli smiðurinn sjálfur að mæta til verks með hamar og naglbít. Kóng- urinn trúir ekki öðrum en honum fyrir því að járna hestana sína. 7) í skógunum í Ævintýralandi eru mörg dýr og ftiglar. Hér sérðu íkornann. Kalli íkorni er gráklæddur á vetrum, en þegar hann klifrar í trjánum og er að leita að fuglseggjum, er hann í brúnleita sumarbún- ingnum sínum. í dag eru fuglamamina og fuglapabbi nærstödd, svo að nú ætti Kalli eggjaþjófur að gæta sín. Það er leiðinlegt, að hann Kalli skuli ekki vita, að það er ljótt að stela. fi) Það er líka kóngur og drottning í Ævin- týralandi, sem sitja daglega fyrir utan höll- ina og horfa yfir land sitt og ríki, hvort allt fari mi vel fram. Prinsessan í Ævintýralandi er ljóshærð. Hún hleypur um úti og leikur sér allan daginn og gleðzt yfir öllu, sem hún sér. „Gullsmiður og fiðrildi, fljúgið hátt dl lofts og komið heim aftur með góðveður fyrir land og þjóð,“ segir lnin. 8) Mikael refur er ekki heldur alltaf góður. Hann drepur bæði héra og fugla. En þessi orri er hrekkjóttur eins og refurinn, því að liann flögrar með jörðu eins og hann geti ekki flogið. Hann gerir þetta aðeins til að gabba refinn burt frá litlu ungunum sínum. „Það eru fleiri hrekkjóttir en refurinn,“ segir uglan í trénu og ranghvolfir í sér aug- unum. Texti: Oyvind Dybvad Teikningar: Jens H. Nilssen

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.