Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 44

Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 44
40 V O R I Ð Mismœli Kennari einn við sænskan ríkis- skóla, 48 ára gamall, Iiafði ákaf- lega lág laun, svo að hann gat naumast lifað af þeim. Hann átti konu og 7 börn, en hafði aðeins 800 kr. í árslaun. Þetta var á þeim árum, þegar Karl fimmti var kon- ungur í Svíþjóð. Hvað eftir annað reyndi hann að sækja um betri stöðu, en það reyndist allt árangurs- laust. Þá réðu vinir hans honum til þess að heimsækja kónginn og biðja hann um hjálp. Kennarinn fór að ráðum þessara vina sinna, og svo kom að því einn góðan veðurdag, að liann átti að ganga fram fyrir kónginn. Hann var ákaflega tauga- óstyrkur og feiminn er hann gerði sér Ijóst að eftir litla stund átti hann að standa fyrir framan sjálfan konunginn. „Um hvað ætlar þú að spyrja?“ sagði kóngurinn. „Yðar hátign. Ég er 800 ára gam- all, en hef aðeins 48 krónur í árs- laun.“ „Hvað er að heyra þetta?“ „Nei, ég bið yður að fyrirgefa mér. Ég hef 800 kr. í laun, og er 7 ára gamall.“ „Hvað ertu að segja, maður?“ spurði kóngurinn. „Ó, ég bið um náð yðar og misk- unn, yðar hátign. Ég á við það, að ég er 48 ára gamall, hef 7 krónur í laun og á 800 börn.“ „800 börn?“ „Ó, yðar náð, ég veit ekki, hvað ég er að segja.“ „800 börn?“ endurtók konung- urinn hlæjandi og lagði höndina á öxl kennarans. „Slíkur maður verð- skuldar að fá betri stöðu. Ég skal hugsa til þín. Vertu sæll!“ , Kennarinn varð nú enn ruglaðri við þessi orð konungs, og gekk í ein- liverri leiðslu út úr höllinni. En eftir nokkra mánuði hafði konung- urinn efnt loforð sitt. „Hvers vegna kemur þú svo seint heim úr skólanum?" „Ég var látinn sitja eftir?" „Nú, af hverju?" „Kennslukonan spurði mig, hvað væri synd og ég sagði, að það væri synd að sitja inni í svona góðu veðri." Læknirinn: „Þessar svefntöflur endast yður í sex vikur." Sjúklingurinn: „En hamingjan góða! Ég hef ekki tima til að sofa svo lengi." VORIÐ Timarit fyrir böm og unglinga. Kemur út í 4 heftum á ári, minnst 40 blaðsíður hvert hefti. Árgangurinn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrir 1. mai. Útsölumenn fá 20% innheimtulaun. Útgefendur og ritstjórar: Hannes J. Magnússon, skólastjóri, Páls Briems götu 20, Akureyri, og Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri, Hrafnagilsstræti 12, Akureyri. Prentverk Odds Björnssonar h.f.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.