Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 5

Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 5
V O R I Ð 43 um húsgögnum, svo að Abraham, sem hafði áður soiið á hálmpoka uppi á lofti, fékk nú að sofa í rúrni. Hún var dugleg kona og börnun- um góð móðir; hún tók fljótt eftir gáfum Abrahams og hvatti hann Lil að lesa eins mikið og tími hans leyfði, og leiðbeindi honum með það. Hann fekk nú lánaða þá bók, er hafði rnikil áhrif á hann, en það var ævisaga Georgs Washingtons, sem var fyrsti forseti Bandaríkj- anna, og sú hugsun vaknaði hjá lionum, að hann gæti ef' til vill sjálfur einhvern tíma orðið mikill maður. Einn dag var hann að ólm- ast við nokkra káta jafnaldra sína, og það gekk mikið á lijá þeim. Þá sagði kona, sem sá til þeirra: ,,Hvað heldur þú að verði úr þér, Abbi? Heldur þú, að þú verðir nokkurn tíma að manni, eins og þú lætur?“ Hann svaraði henni hægt og stilli- lega: „Ég hugsa, að ég verði áður en langt líður forseti Bandaríkjanna.“ Og auðvitað var hlegið að þessum orðum sveitapiltsins ómenntaða. En nú kom óhapp fyrir hann. Eina nótt, þegar rnikil rigning var, lamdi vindurinn regnið inn á milli bjálkanna í húsinu og inn á ævi- sögu Washingtons, sem lá þar á hillu, svo að hún skemmdist tölu- vert. iHann fór þá með bókina til mannsins, senr hafði lánað lionum liana, og keypti lrana af honum fyr- ir þriggja daga vinnu. Hann fór nú að vinna daglauna- vinnu hjá bændum í nágrenninu, og allt, sem lrann vann sér inn, lagði hánn til heimilisins, en á kvöldin las liann allt, sem hann náði í. Hann varð mjög vinsæll hvar sem hann kom, því að hann var þýður í viðmóti, snúningalip- ur, kunni margar sögur að segja fólkinu og orti gamanvísur, og auk þess var hann sterkur og fimur og góður glímumaður. Um þær mundir var drykkju- skapur almennur þar um slóðir. En Abraham hafði lofað móður sinni að neyta ekki áfengis, og það loforð efndi liann. Og alltaf kenndi hann sárt í brjósti unr þá, sem ofdrykkjan hafði leikið illa. Einu sinni var hann á heimleið frá vinnu að kvöldi dags með nokkrum öðrum mönnum, og þeir gengu fram á drukkinn mann, sem lá hjá götunni ósjálfbjarga í kuldanum, en hestur- inn lians stóð þar hjá. Þeir settu manninn upp á hestinn og studdu hann heim að næsta bæ, og þar var Abraham hjá honum alla nóttina og hjúkraði honum, og varð með því til að bjarga lífi hans. Nú fór að vakna hjá honum löngun til laganáms, og hann gekk stundum langa leið, þegar hann mátti vera að því, til þess að verða viðstaddur réttarhöld, og tók vel eftir öllu, sem þar fór fram. Líka fékk hann lánað lagasafn, og las það rækilega.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.