Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 6

Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 6
44 VORIÐ Þegar hann var orðinn 19 ára, bauðst honum loks tækifæri, sem hann hafði svo lengi þráð, til að fá að sjá meira en heimahagana. Mað- ur, sem hafði fengið álit á honum fyrir ráðvendni hans og starfsemi, bað hann um að fara með bát hlað- inn af vörum fyrir sig eftir Missi- sippi ánni til New Orleans, sem var allstór borg. í þeirri ferð sá hann nokkuð, sem hann gat aldrei gleymt; hann sá svertingja í fjötr- um, og menn og konur og börn seld eins og skepnur á þrælasölutorgun- um. Tveim árum síðar fluttist fjöl- skyldan til Illinois-ríkis, og Abra- ham hjálpaði til við flutninginn og til að koma upp bjálkahúsi og rækta akur og girða hann, og fór svo að heiman til þess að leita gæf- unnar með tvær hendur tómar. Hann var gjörvilegur maður, 6 fet oð 2 þumlungar á hæð, grannvax- inn, dökkur á hörund og hár og svipmikill. Fyrst vann hann eitt ár bænda- vinnu, en tók svo að sér að reka ver/.lun lyrir mann í bæ, sem heitir New Salem. Þar fór orð af því, hve ráðvandur hann væri í viðskiptum. Einu sinni tók hann eftir því, að hann hafði óvart tekið nokkrum aurum of mikið af konu fyrirvörur, sem hún hafði keypt af honum. Um kvöldið, þegar hann var búinn að loka búðinni, gekk hann langa leið heim til hennar til þess að skila aurunum. Hann sýndi alltaf konum mestu kurteisi, og heimtaði að aðrir gerðu það líka. Einu sinni, þegar hann var að sýna konum vörur, kom illa siðaður maður inn í búðina og var þar með blótsyrði og ljótt orðbragð. Abraham bað hann um að liafa ekki slíkt orðbragð í viðurvist kvennanna. Þegar þær voru farnar, rauk maðurinn upp á hann með skömmum. Abraham sagði þá við hann: „Fyrst að þarf að hýða þig, þá má ég eins vel gjöra það og ein- hver annar,“ og flaug á liann og refsaði honum. Maðurinn skamm- aðist sín og varð upp frá þessu be/ti vinur hans. Hann útvegaði sér nú málfræði og fór að lesa hana af kappi á kvöldin, því að hann vildi kunna að tala rétt mál. Hann fór líka að lesa blöð, til þess að l'ylgjast með í stjórnmálum, og skrifaði sér til minnist margt af því, sem hann las. Skömmu seinna varð verzlunin að hættað og Abraham varð aftur atvinnulaus. Þá komu upp óeirðir milli Indíána og hvítra manna, og ríkisstjórnin auglýsti eftir sjálf- boðaliðum. Herdeild var mynduð þar í bænum, og Abraham var kos- inn fyrirliði. Hann varð undir eins mjög vinsæll af liðsmönnum sínuin fyrir það, hve vel hann hugsaði um þá, og hann kynntist ýmsum her-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.