Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 8

Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 8
46 V O R I Ð inn rota manninn. Lincoln sýndi nú fram á, að vitnið hefði gjört sig sekan í meinsæri, með því að leggja fram almanak, sem sýndi, að nótt- ina sem morðið var framið, liefði verið tunglslaust; svo hélt hann svo snilldarlega varnarræðu, að dómar- arnir sýknuðu unga manninn. Þeg- ar móðir hans spurði Lincoln, Iivað hún ætti að borga honum fyrir iijálpina, sagði hann: „Góða vin- kona, mér dettur ekki í hug að láta þig borga mér einn einasta eyri.“ Hún hafði fengið vel launaða góð- vildina, senr iiún hafði forðum sýnt fátæka drengnum. IJm þessar mundir dó faðir Lin- colns. Þegar hann lá banaleguna, fékk liann bróf frá syni sínum, og í því var meðal annars þetta: „Minnstu þess, að ákalla okkar mikla, góða og miskunnsama skap- ara. Hann gefur gaum að spörvun- um og telur hárin á höfðum okkar, og hann gleymir ekki deyjandi manni, sem treystir honum.“ Sjö árum eftir að Lincoln kvænt- ist, var hann kosinn á sambands- þing Bandaríkjanna, og var hann þá 37 ára gamall, og barðist hann þar fyrir því, að bæta kjör þræl- anna. Hann var nú orðinn frægur fyrir vitsmuni sína og mælsku, og úr öllum áttum komu til lians lil- mæli um að koma og halda ræður við ýmis tækifæri. Einu sinni var hann í þeim erindum í New York. Sunnudaginn, sem hann stóð þar við, kom hann inn í sunnudaga- skóla og hlýddi á kennslu. For- stöðumaðurinn þekkti hann ekki, en tók eftir því, með hve miklum áhuga liann fylgdist með öllu, svo að hann bað komumann um að segja fáein orð við börnin. Lincoln gjörði það, og svo vel tókst honum það, þegar hann ætlaði að hætta, kölluðu börnin: „Haltu áfram! Iialtu áfram!“ Arið Í860 var láncoln kosinn forsti Bandaríkjanna, og var hann þá 51 árs. Mikill hiti var í kosninga- baráttunni, því að mönnum var það ljóst, að ef Lincoln yrði kosinn, myndi liann beita sér fyrir afnámi þrælahaldsins, en þá myndu Suð- ur-ríkin, sem mestan hagnað höfðu af þessu ranglæti, segja sig úr lög- um við Norður-ríkin, og þá hlyti að verða borgarastríð. Þetta varð líka. Áður en Lincoln hafði tekið við embættinu, höfðu flest öll Suð- ur-ríkin gjört uppreisn og vígbúist. Og svo kom stríðið, sem stóð yfir í 4 ár og kostaði svo mörg mannslíf. Lincoln hafði þá mikið að starfa, og hann fann vel til þess, hve mikil ábyrgð á honum hvíldi. Hann hafði á hendi yfirstjórn hersins, sem var ákaflega mikið verk; og viðkvæmur eins og hann var, l'ann hann sárt til út af mannfallinu og sorginni hjá ástvinum hermannanna föllnu. Margar scigur eru til um við- kvæmni lians og samúð með þeinr, sem bágt áttu. — Einu sinni lrafði

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.