Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 10

Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 10
48 VORIÐ VerndarengiIIinn L.angt, langt fyrir ofan öll ský him- insins og aila þoku jarðarinnar var engill á ferð með fítinn clreng í faðmi sér. Litli drengurinn var föl- ur á svip með lokuð augun, eins og liann svæfi. Þjáningarsvipur var á andliti lians og litlu hendurnar hans héldu fast um annan handlegg engilsins. Eitt sinn lauk hann upp augun- um allra snöggvast, og þegar hann sá að hann hvíldi í faðmi engilsins, mælti hann lágt: „Mamma, nú líður mér betur.“ Þegar engillinn kom að hliði himinsins, nreð byrði sína, biðu þar hvítklæddar verur með útréttar hendur og tóku á móti hinum litla, sofandi dreng. Síðan báru þær hann inn í dýrð himinsins. Sendiboðinn, sem kom með litla drenginn frá jiirðinni, gekk nú fram fyrir Drottin, laut honum og mælti: „Ég hef hlýtt skipun yðar. Ég hef borið hina saklausu barnssál til yðar í himininn. —- En. . . .“ bætti hann við. „Það er grátið niðri á jörðinni. Foreldrar hans gráta. Ég gat ekki huggað þau.“ kom gömul svertingjakona að höll forsetans, og það liittist svo á, að hann var að ganga út. Hún sagði við hann, að hana langaði til að fá að sjá Abraham annan. „Hver er Abraham fyrsti?“ spurði forsetinn. En konan svaraði: „Við höfum les- ið um Abraham fyrsta í biblíunni', en Abraham annar er forsetinn." „Hann er hér,“ svaraði Lincoln. Hann hafði haft liugboð um að hann yrði ekki langlífur, og einu sinni sagði hann við vini sína: „Mér segir svo hugur, að þegar stríði lýkur, sé líka verki mínu lok- ið.“ Og það hugboð reyndist rétt. Fimm dögum eftir að stríðinu lauk fór liann í leikhús, sér til hvíldar og skemmtunar. Þá kom maður, sem hét Jolin Wilkes Booth, inn í stúk- una að baki honurn og skaut liann í höfuðið, og æpti: „Nú er Suður- rikjanna hefnt!“ Þannig lét Abraham Lincoln líl sitt 15. apríl 1865, og var hann þá rúmlega 56 ára gamall. Iin Banda- ríkjaþjóðin harmaði forsetann sinn ástsæla, sem hafði unnið það þrek- virki að afmá smánarblettinn mikla, þrælahaldið, og koma í veg fyrir það, að þjóðin sundraðist. Og enn í dag telur hún hann einn s’nna mestu ágætismanna. —■ Fr. H-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.