Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 22

Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 22
60 VORIÐ ÁLFUR: Jæja ,svona líta þá frönsbækurnar þínar út- JÚLÍA (hlær): Nei, pabbi. Ég var bara að skrökva. Ég var ekki í neinum frönskutíma. Ég var að leita að sokkum og náði í þessa á svörtum. Svo hitti ég Jónatan stúdent, og hann bauð mér upp á cóca-cóla niðri í Sjálfstæðishúsi. ÁLFUR: Hm. Ég man ekki betur en þú segðir mér, að hann væri fluttur til Keflavíkur. JÚLÍA: Lað var bara bull. Hann hefur ekki farið fet héðan úr bænum. ÁLFUR: Þetta þykir mér ljótt að heyra. Þú veizt þó, að ég hef bannað þér að hafa nokkuð sam- an við þann náunga að sælda. Auk þess er það ekki viðeigandi, þar sem Klemens prófessor. . . . jæja, það er bezt, að Klemens segi þér sjálfur, það sem honum liggur á hjarta. KLEMENS (dálítið feiminn): Hm.... já, ungfrú Júlía. Þér liafið ef til vill veitt því athygli, að hm, þær tilfinningar, sem ég ber í brjósti til yðar, .... eru dá- lítið meira en venjuleg. . . . hm, hm. . . . vinátta. JÚLÍA (starir liissa á hann, á erfitt með að verjast hlátri). KLEMENS: Þér brosið, ungfrú Júlía. JÚLÍA (reynir að kæfa hláturinn með vasaklútnum): Já, þér eruð svo ægilega hátíðlegur, Klemens prófessor. KLEMENS (alvarlega): Er það eitt- hvað hlægilegt? Mér er fullkom- in alvara, hm, hm. . . . (Fellur á kné.) Ungfrú Júlía, .... ég elska yður. . . . hm. . . . hm. . . . JÚL.ÍA (skellihlær): Ha, ha, ha, ha! Nei, nú þoli ég ekki meira. Þetta er það vitlausasta, sem ég hef heyrt, .... að þér. . . . Kle- mens prófessor. . . . ha, ha, ha, ha, ha. . . . biðjið mín. Nei, þetta er ekki hægt, heyrið þér það- . . . Standið upp! .... Þér óhreinkið buxurnar yðar! KLEMENS (stendur upp og dustar af sér rykið, — gramur): Finnst yður það eitthvað óviðeigandi? JÚLÍA: Að þér óhreinkið buxurn- ar. . . . ? (Hlær.) KLEMENS: Svei, ungfrú Júlía. Ég hef alltaf haldið, að þér væruð alvörugefin stúlka. JÚLÍA: En það er ég einmitt ekki. Ég er regluleg ærsladrós og voða- legur háðfugl. KLEMENS: Jæja, en hvað er ég þá? JÚLÍA (Idær): Þér eruð viðfelld- inn, gamall jólasveinn, sem ég hef miklar mætur á, af því að þér eruð vinur föður míns. En að giftast yður, (hlær á ný) nei, til þess. . . . KLEMENS: Til þess. . . . hvað? JÚLÍA: Til þess eruð þér allt of kátbroslegur og gamalll

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.