Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 23

Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 23
V O R I Ð 61 KLEMENS (réttir úr sér): Ég er ungur í anda. JÚLÍA: Það getur svo sem verið. En þér eruð samt sem áður ekki neinn kvennaljómi. (Horlir glettnislega á hánn.) Og svo eruð þér svo skoplegur til munnsins. KLEMENS (reiður): Nú þykir mér full-langt gengið. (Við Álf): Hún gerir bara grín að mér. JÚLÍA (gapir): Munnurinn á yður er eins og tunna. Það væri liægt að hvolfa úr mörgum kolapokum upp í hann. (Hlær.) ÁLFUR (sem er farinn að ókyrr- ast): Nú er nóg komið ... þú móðgar vin minn. Viltu gera svo vel að segja „já“ eða „nei“.... Viltu eiga Klemens, eða viltu hann ekki? JÚLÍA: Ég vil hvorki heyra hann né sjá. Ég er nefnilega leynilega trúlofuð Jónatan stúdent. Við ætluð að gifta okkur, strax og hann hefur lokið prófi. ÁLFUR (steinhissa): Ég vil ekki heyra meira. Gerðu svo vel að steinþegja! Ja, þvíJíkt og annað eins. (Togar hana upp af stóln- um.) Svona, farðu undir eins upp til þín! JÚLÍA (nuggar augun, hefur breytt um svip og rödd): Já, ég veit ekki, hvað ég er að hugsa. Ég 'held ég verði að fara að koma mér upp til mín. (Vingjarnlega við Klemens): Þér borðið með okkur í kvöld, kæri prófessor.... (Elksuleg): Ó, þér megið til, þér er- uð alltaf svo sætur. (Út.) KLEMENS (æðir um gólfið). ÁLFUR: Mér er hætt að standa á sama um jiennan sannleiksstól. KLEMENS: Gamall jólasveinn. . . munnurinn eins og tunna. . . . Ekki neinn kvennaljómi- (Hníg- ur örmagna niður á stólinn. — Augnaráðið verður starandi.) ÁLFUR (hryggur): Mér þykir þetta reglulega leitt. . KLEMENS: Nei, yður þykir þetta hreint ekki leitt, gamli bragðaref- ur. Haldið þér kannski, að ég þekki yður ekki? Haldið þér, að ég fari ekki nærri um baktjalda- makkið yðar? Þér eruð eigingjarn og hugsið aldrei um annað en yð- ur sjálfan og (skælir sig) .... þessar „snjöllu uppgötvanir". Nei, ég mætti gömlum embættis- isbróður yðar um daginn, .... og vitið þér, hvað hann sagði um yður? „Álfur prófessor hefur alla tíð verið bölvaður sérvitringur, og nú held ég hann sé alveg geng- inn af göflunum." Þetta sagði hann, og ég er á sama máli. ÁLFUR (signir sig): Og slíkur maður sem þér hafið gerzt svo djarfur að biðja dóttur minnar. KLEMENS: Ójá, af því að hún á dálítið til, ekki af neinu öðru. . . Svo getur verið þægilegt að hafa kvenmann til að stjana við sig, þegar maður er orðinn garnall og farinn að finna til gitgtarinnar.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.