Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 26

Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 26
64 VORIÐ Kötturinn á Einn sólbjartan sunnudag í júlí átti að messa í Höfðaborgarkirkju. Nokkru áður en Jónas meðhjálpari ætlaði að fara að þrifa til í kirkj- unni, kom Árni litli sonur hans út og heyrði þá köttinn mjálma svo ámátlega einhvers staðar við bæinn. Fór hann að byggja að kisa, því að 'honum flaug í hug, að hann ætti að einhverju leyti bágt, eftir mjálm- inu, sem var óvenjulega eymdar- legt, en hann gat hvergi komið auga á köttinn. Hann hljóp því inn og sagði frá þessu. Stína, systir Árna, hljóp undir eins út og hann á eftir. Hún kom fljótlega auga á köttinn, sem enn mjálmaði átakan- lega. Hann sat uppi á þakbrún kirkjunnar neðan við turninn og komst hvorki upp né niður. „Hvernig í ósköpunum hefur kattaranginn komist upp á kirkju- þakið?“ hrópaði Kristín alveg stein- fáum aftur frið hérna á heimil- inu. (Tekur undir arm konu sinnar.) Ég lofa þér því, að ég skal aldrei framar fást við upp- götvanir! Og nú förum við fram að borða sætsúpu.... og í kvöld förum viðsvo öll í Þjóðleikhúsið. Tj aldið. Skeggi Ásbjarnarson þýddi. kirkjupakinu hissa, því að kirkjan var geysilega há og steinveggir hennar rennislétt- ir, en hvergi nokkurs staðar sjáan- legur möguleiki til að klifra upp, ekki einu sinni fyrir kött. Þau systkinin hlupu samstundis inn og sögðu tíðindin, en allir urðu jafnhissa á fréttunum, og strax voru uppi ráðagerðir um að ná veslings dýrinu úr þessari einkennilegu sjálfheldu. Enginn stigi var til á bænum, sem náði svo mikið sem hálfa leið upp á kirkjuþak. „Þú verður, Stína, að fara og sópa flugurnar úr kirkjunni," sagði Jónas bóndi. „Ég sé ekki annað til ráða en rjúka í og negla saman stiga, sem nær upp á þakbrúnina. Ekki lætur maður kattarskömmina vera þarna yfir messutímann. Ann- ars þykir mér í meira lagi ótrúlegt, að hann hafi farið sjálfur upp á kirkjuþakið?" „Já, hvar hefði hann átt að kom- ast?“ bætti Árni litli við. ,,Og hver hefði átt að láta hann upp?“ bætti Jóhanna húsfreyja við. ,,iÞetta er bara hreint og beint dularfullt," bætti Anna kaupakona við. — Og allir voru jafnhissa og hugsandi út af þessum einstæða at- burði. Árni var ekki nema 10 ára gam- all, en skýrleikspiltur mesti. Hann

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.