Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 32

Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 32
70 VORIÐ Pabb arnir nú á döPum. Persónur: PALLI og PABBI. PALLI: Heyrðu, pabbi. 'Þarftu allt- af að vera að lesa í þessum blöð- um? Þau eru varla svo skemmti- leg. Geturðu ekki heldur spjall- að svolítið við mig, eða litið á frímerkin mín? Pabbi — þú heyr- ir ekki, hvað ég er að segja. PABBI (lítur upp frá blaðinu): Ég? — Hvað? Jú, ég lieyri víst til þín. PALLI: Hvað var ég þá að segja? PABBI: Ha - segja? PALLI: Já, þarna sérðu. Þú lieyrð- ir alls ekki, hvað ég var að segja. PABBI: Jasja, jæja. F.g hef víst ekki heyrt það. (Flettir blaðinu.) PALLI: Fn hefur þú ]rá ekkert að segja við mig? PABBI: Hvað, hef ég ekkert að segja? PALLI: Já, geturðu ekki sagt mér eittbvað? — Eitthvað, sem ég veit ekki? PABBI: Nú vil ég bara spvrja í al- vöru: Geturðu ekki hætt þessu masi? — Farðu lteldur og lestu í lærdómsbókunum þínum. — Það væri þarfara en að hanga vfir þessum heimskulegu frímerkjum þínum. PALLI: Það er ekkert heimskulegt að safna frímerkjum, pabbi. Það safna margir frímerkjum. (Blað- ar í frímerkjabókinni.) PABBI: iÞað er nú eitt af því, sem ég bef aldrei getað skilið. Það væri sjálfsagt hægt að taka sér eitthvað þarfára fyrir hendur. PALLI: Þarfara? PABBI: Já, eitthvað, sent gagn væri að seinna á ævinni. PALLI: Eins og til dæmis hvað? — Fyrir hverju hafðir þú áhuga, þegar þú varst drengur? PABBI: Ég? Ég hafði nú áhuga á mörgu — ja — til dærnis sögu og landafræði. — Nú, og svo mörgu öðru. PALLI: Jæja. — Ákafur.) Heyrðu, pabbi, hér hef ég eitt Irímerki frá Guatemala. Er það land? PABBI: Já, auðvitað. PALLI: Hvar liggur það land? PABBI: Hvar liggur það? Það ligg- ur bara langt, langt í burtu. PALLI: Já, en hvar liggur það, pabbi? PABBI (byrstur): Ekki trufla mig. Ég er búinn að segja þér það. Ég fæ ekki að hafa frið til að lesa — í blaðinu. (Flettir blaðinu enn.) PALLI: Þú veizt þetta þá ekki, pabbi? PABBI: Auðvitað veit ég það. — Ég er bara búinn að segja þér, að þú mátt ekki trufla mig. — Og svo

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.