Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 34

Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 34
72 V O R I Ð Fe rðalag með fermingarbörnum vorié 1957 eftir GUÐMUND SVEINSSON Frá Tálknafirði var farið að morgni 29. júní. Er áætlað fjögurra daga ferðalag. Það er sólskin og bjart yfir umhverfinu og líka yfir þessum hóp, sem fagnar því að svífa í farartækjum nútímans, og sjá jafnaldra sína og kynnast jaeim. Og svo þetta, að kanna ókunna staði á landinu, staði, sem þau aldrei hafa séð, aðeins heyrt suma þeirra nefnda. Við erum átta, sem förum frá Tálknafirði. Áfram er þotið vfir liolt og hæðir með okkar ágætu bíl- stjórum. Við Mðum áfram líkt og í sælum draumi að fyrsta áfangastað, sem er Hrísnes á Barðaströnd. Þar er tekið á móti okkur með mikilli ánægju. Ollum er okkur boðið inn til þess að eta og drekka eins og hægt er að raða í sig. Þar bætast í hópinn nokkur börn, og fararstjóri þeirra er Ólafur Kr. Þórðarson, kennari. — Eg vil geta þess, að svo vel vill til, að Ólafur var kennari í Tálknafirði fyrir nokkrum árum, og var einmitt kennari þeirra barna, sem í þessum hópi var. Nú er lagt af stað Irá Hrísnesi að Brjánslæk. Þar eru allir saman komnir, og verðum við þá alls nítján. Þaðan leggur svo brosmild- ur hcípurinn af stað í næsta áfanga, sem ákveðinn er í Vatnsdal, þar er skógargirðing á leiðinni að verða upp kornin. En flokkurinn frá Barðaströnd, sem þarna er með í förinni, hefur liaft forystu með að koma henni upp, ásamt fleirum. Áður en lagt er af stað, eru börnin kynnt hvert fyrir öðru. Sum voru ofurlítið feimin, en brostu bHðlega og hlýjan og gleðin leyna sér ekki. Þar með er lagt á Þingmannadal, sem er nokkuð langur. Um leið og dalurinn endar, tekur iÞingmanna- heiði við. Þá dregur ský fyrir sólu og gjörir regnskúr. Nokkur farang- ur er bundinn ofan á einn bílinn, og er hætta á að hann blotni. En nú hverfur rykið af veginum og það þykir líka gott. Nti er ákveðið að koma við á bæ, sem heitir Klettur, og fá þar lánað segl, til þess að bjarga farangrinum frá því að blotna. En þetta eru aðeins skúrir og bjart á milli. Þá er næsti áfangi að Skálanesi. Þar er útibú; frá kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi. Þar eru keyptir gosdrykkir og sælgæti. Næsti áfangi er Bjarkalundur. Þar fáum við okkur mjólk og smurt brauð og var það prýðifeg máltíð,

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.