Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 36

Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 36
74 V O R I Ð Samúelsson og er kennari. Fyrir nokkrum árum hafði hann verið kennari á Barðaströnd og þekkti ]>ví vel Ólaf kennara og fararstjóra, ásamt bílstjórunum frá Barða- striind. Er nú farið af stað með Klemens fyrir leiðsögumann. Er þá fyrst farið um Miðdalina og numið staðar á nokkrum sögustöðum þar. Skýrði Klemens mjög greinilega frá hverjum stað. Síðan er snúið aftur heim að Gri)f, þar sem öllum hópnum er boðið að þiggja góð- Fel umyncl gjörðir. Það var rausnarlega á borð borið af góðum mat og drykk. Var luegt að veija úr, eftir því sem hvern lysti og var það óspart gjört. En til voru í hópnum þeir, sem höfðu notfært sér heldur mikið af sælgætinu og því fjarlægt matarlyst- ina. Ég er ekki fjarri því, að þegar sælgætið fór að minnka, hafi verið hugsað heim að matborðinu í Gröf. hegar farið var frá Gröf, fór Klem- ens með okkur í Haukadal. Sýndi hann okkur og skýrði fyrir okkur ýmsa sögustaði þar. Þaðan fórum við í Laxárdal. Allt var þetta mjög skemmtilegt og sannkallaður sunnudagur til skemmtunar. Er svo l’arið til Búðardals, en þar kvödd- um við Klemens, mun fróðari en áður. Frá Búðardal förum við að Stað- arfelli og fáum þar gistingu í kvennaskólanum. — Móttökurnar voru dásamlega góðar. Við skoðuð- um myndir af nemendum, er hafa sótt þetta myndarlega skólasetur, ásamt kennurum þeirra. Og það var ánægjulegt að skyggnast ofur- lítíð inn í liðna tímann, og þekkja þarna þó nokkra af nemendum úr okkar heimahögum. Vonandi er, að þessi skóli eigi eftir að bæta miklu við sitt myndasafn af nýjum nemendum, er stundir líða. Við skoðuðum kirkjuna og umhverfið. Eftir það var næturkyrrðin vel þeg- in til hvíldar. Hvar er skógarvörðurinn? Framhald.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.