Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 39

Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 39
V O R I Ð 77 ÍÞRÓTTAÞÁTTUR Hvers er krafizt af iþróttamann- inum? Hann verður í fyrsta lagi að vera fljótur. Jafnvel sleggjukastari, og aðrir, sem æfa aflraunir, verðaað æfa flýti. Hann verður einnig að vera sterkur. Spretthlaupari verður að vera sterkur, ef hann ætlar að ná góðum árangri. I þriðja lagi verður íþróttamaðurinn að vera liðugur. Svo verður hann að vera stœltur. Einkum á þetta við um stökkin, en einnig aðrir íþrótta- greinar. Og loks verður hann að vera þolinn. Það þarf gott þol til þess að leika knattspyrnu. Þolið er undirstaða þess að stunda íþróttir. En hvernig á svo íþróttamaðurinn að æfa sig til að verða sterkari, fljót- ari, liðugri, verða stæltur og þol- inn? Það skulum við athuga síðar. íþróttir og dfengi. Sennilega hafið þið heyrt bæði í skólanum og heima, að áfengi og tóbak er ekki hollt fyrir ungt fólk. Hvernig haldið þið að fari fyrir íþróttamanni, sem drekkur og reykir? Það er ekki erfitt að geta sér til um það. íþróttir eru æfðar til að byggja upp líkamann og láta sér líða vel .Bæði áfengi og tóbak eru hættuleg af því að þessi nautna- meðul hafa inni .að halda eitur, sem tmflar starfsemi líkamans. Frægi, norski spretthlauparinn Carl Friðrik Bunæs segir um þetta efni: „Að sjálfsögðu verður íþrótta- maðurinn að forðast áfengi. Við vitnm að áfengið lamar bæði vilja og skapgerð auk þess sem það er skaðlegt fyrir líkamann, af þeim ástæðum verður það að vera í banni hjá íþróttamönnum. Það 'sama er að segja um tóbakið." Krossq á ta fct O LÓÐRÉTT: LÁRÉTT: 1. Kavlmannsnafn 1. Kvenmannsnafn 2. Spil 3. Vafa 3. Fæði 5. Himintungl 4. Saurga 7. Hljóð ö. Banil 9. Tónn 8. Smávatnsfall þf. 10. Húsdýr 9. Ftigl þf. 11. Sérhljðar 12. Píska 12. Keyrði 13. Bókstafur 14. Notuðum skip 15. Lítil lö. Lík lö. Samhljóðar 18. Dönsk eyja 17. Fer til fiskjar 19. Heiður

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.