Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 6

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 6
84 V O R I Ð H ETJ U DÁÐ Eftir EYVIND KOLSTAD. Langt uppi í fjallshlíðinni stóð lítill, rauður kofi. Hann stóð þarna veðurbarinn og einmana í skjóli fjallsins og gamalla trjáa. Hann sást ekki fyrr en nálega var að hon- um komið. Hann var hálffalinn í skóginum. Hérna átti Hans heima, sem þessi saga er um. Það var sannkallað vetrarveður Kuldi og norðanhríð. Vindurinn hristi húsið, svo að brakaði í En inni var samt hlýtt og notalegt. Mamma stóð við eldstóna, en Hans og litli bróðir hans lágu við glugg- ann og reyndu að horfa út um hél- aða rúðuna — út í hríðina. — Nú hlaut að koma gott skíðafæri. — Hans brosti. „Fer pabbi ekki að koma?“ spurði hann og gekk til móður sinnar. Móðir hans sneri sér við og mælti: „Nei, þetta lítur sannarlega ekki vel út, Hans minn,“ sagði hún. „Faðir þinn hefði átt að vera kom- inn fyrir löngu. Ég vona bara, að það hafi ekkert komið fyrir hann.“ Það var auðséð að mamma var dá- lítið áhyggjufull. „Við reynum að bíða dálítið enn um stund, en ef hann kemur ekki fljótlega, verð ég að fá lánuð skíðin þín og reyna að komast upp að skóghöggvarakofan- um og líta eftir honum. Hann lof- aði statt og stöðugt að koma heim í dag, og nú er bráðum komið kvöld.“ Hans stóð hreyfingarlaus og horfði á móður sína. Það var ein- kennilegt, að pabbi skyldi ekki vera kominn. Hann var þó alltaf vanur að vera stundvís. Þau biðu enn í hálfa klukku- stund, en þegar pabbi kom ekki, ákvað móðirin að leggja af stað og huga að honum. „Þú? — Ætlar þú að fara?“ spurði I-Ians. „Ég tek það ekki í mál. Ég skal heldur fara. Ég hef ekki hugs- að um annað síðustu tíu mínúturn- ar. Skíðin mín renna vel, og ég þekki hér hverja' þúfu.“ Þessi þrettán ára piltur logaði allur af ákafa og bláu augun hans Ijómuðu af áhuga og eftirvænt- ingu. Mamma hans strauk yfir kollinn á honum og sagði: „Ef vinnupilturinn væri ekki veikur, hefðum við getað sent hann. En þú ert of lítill til að fara. Þú ratar ekki í slíku veðri.“ „Of lítill?“ sagði Hans. Hann rétti úr sér fyrir framan móður

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.