Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 7

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 7
V O R I Ð 85 sína. Ljósi lubbinn á honum stóð í allar áttir, og hann var móðgaður á svip. „Ég skal fara, mamma. Það vant- aði ekki annað en að við færum að senda vinnupiltinn í slíka ferð. Láttu ofurlítinn matarbita í bak- pokann minn, svo legg ég af stað samstundir .Þú veizt það, mamma, að skíðin mín kann ég að nota.“ Mamma sneri sér við. Hún þurrkaði lítið tár, sem læddist nið- ur aðra kinnina. „Þú ert líkur föður þínum,“ sagði hún hægt. „Það eru engar ýkjur. Þú mátt fara.“ Hans hoppaði af gleði og hljóp út til að líta eftir hvort skíðin væru ekki í lagi. Til skýringar skal þess getið, að faðir hans lá við eina mílu uppi í stórskóginum við skógarhögg. Hann ihafði dvalið þarna eina viku aleinn, og hafði fullyrt, að hann kæmi heim snemma þennan til- tekna dag. Og þegar hann var enn ekki kominn, eins og þegar hefur verið skýrt frá, var ekki að undra, þótt kona hans væri orðin hrædd um hann. Það getur margt komið fyrir í skóginum, og það er ekki alltaf hættulaust fyrir einn mann að stunda skógarhögg. Og jafnvel þótt ekkert hefði nú komið fyrir hann, myndi honum alltaf þykja vænt um að fá heimsókn. Það gat svo sem verið, að hann hefði ekki lokið við verk sitt og ætlaði að koma á morg- un. En þó. — Það var sjálfsagt að vita, hvort ekki væri allt í lagi. Þannig ihugsaði Hans á meðan hann var að binda á sig skíðin. —■ Loksins — þarna kom mamma með bakpokann, og þá gat Hans dregið húfuna niður fyrir eyrun og lagt af stað. Hann veifaði glaðlega til litla bróður síns og mömmu, en renndi sér síðan af stað, og eftir skamma stund var hann kominn inn í skóg- inn, skuggalegan og þéttan. Það var dimmt þarna inni, en hann sá þó hvar vegurinn inn í skóginn opnaðist. Það var nístings kuldi, en hann hélt þó á sér hita með því að ganga hratt. Það var hætt að snjóa, og far- ið var að létta í lofti. Hann sá ekki betur en að tunglskinið væri farið að gægjast niður á milli trjánna. Það spillti ekki fyrir. En samt var nú dálítið óhugnanlegt hérna inni í skóginum. Það heyrðist ekki einu sinni kvak í fugli, og hann hrökk við í hvert sinn er snjór féll niður úr trjánum. Hann var þó ekki hræddur. Það vantaði nú ekki ann- aðl — Hann var því ekki óvanur að ferðast hér um skóginn bæði seint og snemma. En þó — hann hraðaði göngunni. Það var engu líkara en hann heyrði fótatak þúsund manna á eftir sér, og hann sá hvað eftir annað undarlegar verur standa á bak við trén — eða réttara sagt honum sýndist. — Klukkan var

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.