Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 9

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 9
V O R I Ð 87 „Já, dálítið óhapp,“ heyrði hann föður sinn segja. „Reyndu að finna lampann og kveiktu svo á honum.“ Drengurinn varð þess var, að fað- ir hans gat varla talað fyrir þján- ingum. Með skjálfandi höndum fálmaði hann sig áfram í myrkrinu. Hann kveikti enn á eldspýtu og fann að lokum lampann. Hann kveikti á honum og setti hann síð- an á borðskrífli, sem þarna var. Síðan gekk hann hægt að rúmi föð- ur síns. Faðir hans leit mjög illa út. Hann var blóðugur á enninu og föt hans voru öll í tætlum. Með sundurlausunr orðum gat faðir hans skýrt honum frá, að tré hefði fallið á sig. Hann hafði þó með naumindum getað losað sig undan trénu og skriðið inn í kof- ann. Hann vissi ekkert hve langt var síðan þetta gerðist, því að það hafði liðið yfir hann, en hann hélt að lrægra lærbeinið hefði brotnað. Hans athugaði sárið á enninu, en það virtist ekki vera hættulegt. — Drengurinn barðist við grátinn, en honum tókst að bæla hann niðri með því að bíta saman tönnunum. Nú reið á að vera karlmaður og hugsa rólega. Hér þurfti læknir að koma til skjalanna. Það var aug- ljóst. Auk þess gat hann ekki legið hér. Hann varð að komast til byggða. En þetta var nú hægara sagt en gjört. Hann gat að vísufarið aftur og sótt hjálp, en þá hlaut fað- ir hans að vera aleinn á meðan. Hann gat meira að segja dáið á meðan hann var burtu. Hvað átti hann að gjöra? Hann sá þjáning- una í augum föður síns. „Pabbi,“ hvíslaði Hans. „Þú verður að komast til læknis og það samstundis." — Hann var nógu stór til að vita, að hér hafði gerzt mjög alvarlegt slys. Því að faðir hans lét enga smámuni á sig fá. En nú varð hann að snúa sér undan, því að hann þorði beinlínis ekki að horfa upp á þjáningar föður síns. Þjáningasvipurinn á andliti hans gekk honum að hjarta. En á meðan Hans starði inn í lampa- ljósið, kom honum nokkuð í hug. — Jú — það hlaut að takast. Faðir hans varð að fá læknishjálp og það strax. Það varð því að koma honum til byggða, því að hér gat hann ekki legið. Þetta þoldi enga bið. Það gat hver mínúta verið dýrmæt, ef um alvarlegt brot væri að ræða, eða kannski innvortis blæðingu. Ef hann færi til byggða að sækja lækni, hlaut það að taka langan tíma að koma með hann hingað aft- ur. Nei — hann varð með einhverju móti að taka föður sinn með sér. Augun tindruðu. — Honum hafði dottið ráð í hug. Hann ætlaði að búa til sleða úr skíðunum sínum. Hann gat lagt rúmfötin á sleðann og eitthvað var af snærum hér í kofanum, svo að hann gat bundið þetta allt saman. Ef hann gat á ann- að borð komið föður sínum á sleð-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.