Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 14

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 14
92 V O R I Ð Böm úr 5. bekk með föndurgripi sína. Óbleiktar tágar eru stífari en bleiktar og því betri í uppistöður og á uppistaðan að vera til 1 mm. grófari en ívafið. Tágarnar eru lagðar í bleyti stundarkornáður en byrjað er að vinna og verkefn- inu haldið deigu meðan unnið er, svo að léttara sé að móta það eftir vild. Úr tágunum má gera körfur, diska, hulstur utan um blómapotta og ótal margt fleira. Það þarf talsverða lagni og æf- ingu til að gera fallega hluti úr tág- um, en það kemur þó furðu fljótt. Önnur skemmtileg tómstunda- iðja er bastvinna. Nú fæst „gerfi- bast“ í mörgum, fallegum litum. (Doppan, 40 m., hefur kostað kr. 12.00, fæst einnig í Tómstundabúð- inni.) Úr gerfibasti má vinna marga fallega hluti, t. d. lampa- skerma, sem eru brugðnir á vír- grindur. Einnig má nota það til skrauts í vefnað, og er það mjög í tízku nú að vefa smá dúka með grófu ívafi og skreyta með bast- röndum eftir vild. Sumir hekla úr gerfibasti, aðrir bregða körfur og diska utan um pappamót og svo mætti lengi telja. Bæði tágar og gerfibast gefa ótal möguleika til að nota tómstundirn- ar til skemmtilegrar iðju og eru til- valið efni til jólagjafa. Flestum þykir miklu skemmti- legra að fá gjafir, sem gefandinn hefur búið til sjálfur, og öll vitum

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.