Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 19

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 19
V O R I Ð 97 ert hér að vinna í sveita þíns and- litis, er ekki svo? DIDDA: Þú skalt ekki skipta þér af því. — En heyrðu, Alli, þú ætt- ir að gera mér greiða. (Tekur upp buddu.) Hér eru peningar. Skrepptu fyrir mig í brauðbúð- ina og keyptu fjórar rjómabollur. Eina máttu borða, en hinar þrjár færirðu mér. ALLI: Ojá, ég skil vel, að þig langi til að fá eitthvað gott í munninn, meðan þú jrarft að húka hér í þessu rækals greni. En hvernig á ég að koma kökunum til þín — ég býst ekki við að gamli drekinn þarna frammi hleypi mér inn til þín aftur. DIDDA: Þú verður að fleygja þeim upp til mín inn um gluggann þarna. Þú getur blístrað eitthvert lag um leið og Jrú kemur. ALLI: Ágætt. Til dæmis Jretta? (Blístrar hátt og hvellt.) DIDDA: Já, Jretta er ágætt. HANSÍNA (frammi): Hvað varð af Jressum strák? ALLI: Nú kem ég, engillinn minn, ég kem eins og skot. Já, þá segj- um við það. (Didda kinkar kolli.) Og ég má borða eina? (Didda jánkar og hann fer.) DIDDA: Jæja, Jretta var góð hug- mynd. Ég hef þá eitthvað örlítið að hlakka til í þessari prísund. (Skrifar, síminn hringir, Didda svarar.) Jú, jú, það er hjá ungfrú Markúsínu. Jú, ungfrúin er heima, herra prófessor. Jú, ég er viss um það. Ungfrúin verður alltaf svo glöð, þegar hún á von á prófessornum. Jú, jú, gott, ver- ið þér sælir, herra prófessor. (Lætur á.) Hæ, húrra, máske þetta lagist fyrir mér. Þegar prófessorinn kemur, fær hún um annað að hugsa en að halda mér hér í klukkutíma. Og ef ég slepp við hálftíma, þá ætti allt að vera í lagi. Ég segi bara, að ég hafi taf- izt í umferðinni eða eitthvað þess háttar. Það hlýtur að duga. MARKÚSÍNA (kemur inn): Sím- inn hringdi, var ekki svo, Bót- hildur? DIDDA (hneigir sig djúpt): Já, ungfrú. Það var prófessor Krók- dal. Hann bað nrig að segja yður, að hann væri væntanlegur hing- að 15 mínútur fyrir þrjú. MARKÚSÍNA: Prófessorinn. Kem- ur hann hingað? Það var indælt. DIDDA (smeðjuleg): Ég er nærri búin með allan stílinn. MARKÚSÍNA (utan við sig): Nú einmitt það. (Við sjálfa sig, bros- andi): Minn kæri prófessor. DIDDA (til hliðar): Þetta gengur ágætlega. (Mjög smeðjuleg): Kæra, góða ungfrú Markúsína, má ég ekki fara núna? MARKÚSÍNA (rankar við sér): Hvað varstu að segja? Hvort þú megir fara strax? (Sezt í ruggu- stólinn.) Bóthildur. Þessi spurn- ing þarfnast alvarlegrar urnhugs-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.