Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 20

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 20
98 V O R I Ð unar. Hallar sér aftur á bak og krossleggur handleggina.) Þú veizt, að ég gef aldrei eftir ákveðna refsingu. DIDDA: En þegar prófessorinn kemur, þá er ég fyrir hér inni. MARKÚSÍNA: Það skiptir engu máli. — Prófessorinn getur verið í dagstofunni. (Við sjálfa sig): Og þó — allir mínir pappírar eru hér. -Hátt): Ef ég ætti að gefa eft- ir refsinguna, yrði það að vera af öðrum ástæðum. Bóthildur, lof mér að sjá nýja stílinn jrinn. Didda réttir henni stílinn með virðuleik og hneigir sig, stendur að hálfu bak við ungfrúna og grettir sig undir upplestrinum.) Mesta ánægja mín er blessaður skólinn minn, — sjáum til — þetta líkar nrér, þannig á það að vera. Les.) Eg hlakka til að læra lexíurnar mínar mjög vel, ogmér þykir gaman að sauma. (Með eðlilegri áherzlu): Eg verð að segja, að þetta er mikil framför. (Hallar sér aftur í stólinn.) (Und- ir næstú setningu byrjar Alli að blístra fyrir neðan gluggann.fyrst lágt, síðan hærra. Didda fer að óróast. Að síðustu verður blístrið svo sterkt, að Markúsína kemst ekki hjá að taka eftir því.) — Bót- hildur — ég var búin að ákveða, að þú ættir eftir að sitja eftir í klukkutíma — en með tilliti til. . . . DIDDA (himinlifandi): Ó, hjartans þakkir, ungfrú. MARKÚSÍNA: Taktu ekki fram í fyrir mér. Hvað ætlaði ég að segja, — já, með tilliti til.... (Hættir allt í einu.) Hvers konar ódæma læti eru þetta? (Alli held- ur áfram, ungfrúin stendur upp og gengur út að glugganum.) Eg skal venja jaennan strák af að halda hljómleika undir mínum glugga. (Rífur opinn gluggann.) ALLI (fyrir utan): Jæja, Jrað var mikið, að }jú skyldir loksins vakna, — hér eru bollurnar — viltu grípa.(Böggull kemurfljúg- andi inn um gluggann og Markúsína grípur hann ósjálf- rátt.) Ég hef borðað þá stærstu og beztu. Þökk fyrir og bless. (Hann heyrist halda áfram að blístra. — Markúsína stendur eins og stein- gervingur með böggulinn í hönd- unum.) DIDDA (við sjálfa sig): Æ, nú er víst úti um mig. MARKÚSÍNA (hressir sig upp). Hvað er þetta? — Ég spyr þig, Bóthildur, hvað er þetta? DIDDA: Ég held, að það séu rjóma- bollur. MARKÚSÍNA: Rjómabollur seg- irðu barn — og hvaðan koma svo þessar rjómabollur, má ég spyrja? Hvaða ástæðu hafði Jaessi við- bjóðslegi götustrákur til þess að henda þessum bollum í mig? Og liann þúaði mig. Nei, nútíma-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.