Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 25

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 25
VORIÐ 103 Belinda og blódrauéa blómið Ævintýri eftir GURI KROKNES. I fjarlægu landi bjó einu sinni ríkur bóndi. Hann átti stóra jörð og hafði yfir hundrað kýr og var ríkasti bóndinn í því byggðarlagi. Hann átti einn son, sem hét Rudi, og hann var efnilegur drengur. — Þegar hann var orðinn fulltíða, fór faðirinn að líta í kringum sig eftir konuefni handa honum, — því að á þeim tímum réðu foreldrarnir öllu í þeim efnum. Hann ákvað að lok- um að fá fyrir tengdadóttur dóttir hreppstjórans, bústna telpu og ríka, sem hét Berta. En bóndinn vissi ekki, að sonur fyrir sönruleiðis, Bóthildur. — (Didda fer.) PRÓFESSORINN A, hum, hum, hum, mér finnst — ungfrú Markúsína.... MARKÚSÍNA: Ég veit hvað þér ætlið að segja, herra prófessor. Þér hafið ætlað að minna mig á þann strangleika í uppeldinu, sem við höfum orðið ásátt um. (Lítur til ruggustólsins.) En það er ekki alltaf að kringumstæð- urnar leyfi að honum sé beitt. Og Bóthildur verður helzt unnin með kærleika. T j a 1 d i ð . Jónína Steinþórsdóttir þýddi. hans átti unnustu. Niðri í þorpinu bjó fátæk stúlka, sem hét Belinda. Hann hafði leikið sér við hana frá bernsku þeirra, og þegar þau voru orðin fullorðin, uppgötvuðu þau, að þau elskuðu hvort annað. Be- linda var einhver fegursta stúlka í þorpinu, en hún var blind. Rudi þótti svo vænt um hana, að hann gat ekki án hennar verið. Og þegar faðir hans fór að tala um Bertu við hann, neitaði hann eindregið. Faðir hans varð reiður og spurði, hvort hann hefði hitt nokkra aðra, sem stæði henni framar. Þá sagði Rudi honum frá Belindu, og að hann vildi ekki kvænast neinni annarri. — Þessi fátæki ræfill, hrópaði ríki bóndinn fokreiður. — Og svo er hún blind. — Eigi að síður skal hún og eng- in önnur verða konan mín, sagði Rudi. Og hann hélt áfram að hafa leynifundi með Belindu. Nokkru seinna varð feðgunum aftur sundurorða út af gifting- unni. Þá rauk Rudi á dyr, söðlaði hest og reið út í skóginn. Tíminn leið og það fór að skyggja. Þá sá hann, að hann var orðinn villtur í skóginum. Rudi var ekki hræddur. Hann

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.