Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 36

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 36
114 V O R I Ð „Ég má víst grobba ,því að ég er önd, sem getur allt,“ sagði Sprettur við ungana. „Þú ert agalega hugrakkur,“ sögðu ungarnir. „En þú ert dálítið heimskur. Veiztu ekki, að það er úlfur í skóginum?“ „Phú,“ sagði Sprettur. „Ég er önd, sem get allt, og ég er ekkert hræddur við gamlan úlf.“ Svo trítlaði hann áfram og nú fór skógurinn að verða agalega dimm- ur. Sprettur trítlaði áfram blístr- and og talaði við sjálfan sig. Nú fann han ndálítinn berjarunna, og af því að hann var orðinn svangur, borðaði hann öll berin. Svo fór hann að líta í kringum sig eftir góðum náttstað. En nú fór honum að verða kalt, og hann fór að finna til í maganum eftir allt þetta berjaát. „Ef veröldin er nú öll svona, er ég ekki viss um að mig langi til að sjá hana,“ sagði hann við sjálfan sig. Hann fann sér nú góðan svefn- stað undir stóru eikartré. Hann var svo þreyttur, að litlu augun hans lokuðust á einni svipstund. Sprettur vaknaði um miðja nótt. Hann heyrði undarleg hljóð. Það voru íkornamir í trjánum. Það var þyturinn í krónum trjánna. Naut öskraði í fjarska. Þá heyrði Sprettur fótatak skammt frá. Hann varð hræddur og gerði svo lítið úr sér sem unnt var og hélt niðri í sér andanum. Allt í einu sá hann úlfinn gægjast á milli trjágreina. Litli unginn skalf af ótta. „Hann er eins og tröll og augun hans brenna,“ hugsaði litli unginn. „Ég er svangur,“ muldraði úlfur- inn. „Ég finn ekkert til að éta hérna í skóginum. Ég er búinn að éta öll heimsku dýrin, en vitm dýr- unum get ég ekki náð. Ég er svo svangur að ég gæti étið heila kú.“ Sprettur litli fór nú að hugsa um kúna, sem stóð örugg inni í fjósi. Úlfurinn stóð grafkyrr og þefaði út í loftið. „Ég finn lykt af önd,“ tautaði hann. „Það hlýtur að vera önd ein- hvers staðar hér nálægt.“ Hann gekk fram og aftur á meðan hann þefaði þangað til hann var kominn þangað, sem Sprettur litli lá, titr- andi af hræðslu og vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka. „Jæja, jæja,“ urraði úlfurinn. „Ég vissi að það var önd, sem ég fann lyktina af. Að vísu lítil önd, en þegar maður er eins hungraður og ég er, er betra að fá einn munn- bita en ekki neitt.“ „Æ, vertu nú vænn,“sagði Sprett- ur litli, sem hafði fundið gott ráð. „Ég er bara lítill andarungi, en þú ert svo svangur, að þú gætir étið heila kú.“ „Já, það er þó satt,“ urraði úlf- urinn. „Ég get vísað þér á kú í fjósi bóndans,“ sagði Sprettur.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.