Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 38

Vorið - 01.09.1959, Blaðsíða 38
116 V O R I Ð Úr heimi barnanna GRENIÐ. Ég var einu sinni síðastliðið sum- ar að hjóla fyrir neðan svokallaðan Hjalla. Vegurinn er eitthvað rúma 200 metra fyrir ofan hann. Ég stóð nú dálitla stund við að dást að veðrinu og kvöldroðanum, því að þetta var um kvöld. Heyri ég þá allt í einu tófugagg upp við hjallann og samstundis tekur önn- ur undir uppi á hjallanum, gengur þetta nokkrum sinnum með dálitlu millibili. Ég hjóla nú sem hraðast Úlfurinn lét sér þetta að kenn- ingu verða og hljóp inn í skóginn. „Ég vona að þú hafir lært eitt- hvað,“ sagði kýrin, þegar Sprettur litli trítlaði til móður sinnar. „Ég vona ,að þú hafir lært það, að litlir andarungar eiga að halda sig heima.“ „Já,“ samsinnti Sprettur. „Litlar endur eiga að halda sig heima,“ sagði hann, „en þegar ég er orðinn stór, skal úlfurinn fá að heyra eitt- hvað frá mér. Ég ætla að verða önd, sem getur allt.“ Kýrin hristi höfuðið. Hafið þið nokkum tíma heyrt sögu um svona lítinn og skrýtinn andarunga? Þýtt úr norsku. — H. J. M. heim og segi hvers ég hafi orðið vís- ari. Næsta dag förum við út eftir að athuga urðina, en engum hafði dottið í hug, að tófa hefði lagt þar, rétt við þjóðveginn. Ekki skipti það neinum togum, við fundum þar hár á smugum og opum, sem benti til að þarna væri greni. Þá var sent eftir grenjaskyttunni, sem ákveður að liggja þarna yfir nóttina, og fæ ég að vera þar líka. Ég fór nú heim og sótti ýmislegt ut- an yfir okkur, og einnig nesti til næturinnar. Þegar ég kom aftur, var hann búinn að skjóta tófuna og einn hvolpinn. Við lögðumst nú bak við stein í urðinni og förum að dúða okkur, því að það var rign- ingarsuddi. Tófuskyttan hafði ekki orðið vör við refinn enn þá. „Sérðu,“ hvíslar hann allt í einu og bendir niður á aurana. Þar kom tófa skokkandi með kollu í kjaft- inum. „Ætli þetta sé ekki refurinn," segi ég. „Það þykir mér líklegt,“ segir hann. Hann læðist nú upp með hrauninu og legst bak við jrað, Jrví að liann áleit að hún mundi koma inn fyrir ofan hraun- ið. En hún staðnæmdist ekki, held- ur hélt upp hjaliann og sást ekki meir. Grenjaskyttan áleit, að þetta væri tófa af öðru greni. Eftir að við

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.