Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 7

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 7
V O R I Ð 125 — En móður þinni? — — Hún þjáist alltaf a£ gigtinni — sagði Þór. Stórbóndinn sótti pípuna sína, tróð í hana tóbaki og kveikti svo í henni. Hann sat lengi þegjandi og blés frá sér stórum reykskýjum. — Hlakkarðu til jólanna? — spurði hann. Þetta fannst Þór undarleg spurn- ing. Auðvitað hlakka allir til jól- anna. — Já, sagði hann. — Bara að pabbi og mamma væru orðin frísk og ég hefði ekki stolið jólatrénu. — Stórbóndinn ræskti sig. — Og svo hlakkarðu auðvitað til að borða allan góða jólamatinn? — hélt stórbóndinn áfram. — Það verður nú víst lítið um hann í þetta skipti — sagði Þór. — Við höfum ekki ráð á því. Pabbi hefur ekki getað unnið sér neitt inn um langan tíma. — Svo þagði stórbóndinn enn lengi. Þór sat kyrr og horfði inn í arin- eldinn. Hann óskaði þess nú heitt og innilega, að hann hefði ekki fallið fyrir þeirri freistingu að stela jólatrénu. — Þú bíður hérna svolitla stund — sagði stórbóndinn. — Ég ætla að skreppa og tala við konuna mína. Hann var lengi burtu. En Þór leiddist ekki hið minnsta. Honurn þótti aðeins vænt um að mega vera einn. Hann stalst meira að segja til að ganga ofurlítið um gólfið og horfa á málverkin og öll gömlu vopnin, sem héngu á veggjunum. Hann hafði aðeins lesið um slíka hluti, en aldrei séð þá áður. Hann hafði heldur ekki dreymt um, að hann fengi að koma heim til stór- bóndans og sjá allt þetta með eigin augum. — Ágætt — heyrði hann að stór- bóndinn sagði fyrir framan, og þeg- ar hann kom inn, sagði hann: — Jæja, þú verður nú að fara að kom- ast heim. Þetta er talsverður spöl- ur, svo að ég ætla að láta einn af vinnupiltum mínum aka þér heim. Blakkur verður ekki lengi með þig. Þór ætlaði varla að trúa sínum eigin eyrum. Gat það verið, að stórbóndinn ætlaði að láta aka honum heim. Aka jólatrésþjófi heim til sín? — Þú-þú-úsund þakkir — stam- aði hann. — Og þú skalt taka jólatréð með þér. Það er betra að þú notir það en það verði ónýtt hér. Við erum búin að fá okkur jólatré. — En þú mátt aldrei gera þetta aftur. — — Nei, það skal ég aldrei gera — sagði Þór. — Ég sé svo mikið eftir því. — — Já — flýttu þér nú að komast a£ stað, svo að foreldrar þínir verði ekki lrræddir um þig — sagði stór- bóndinn, og opnaði útidyrahurð- ina. Þar stóð Blakkur og hafði ver- ið spenntur fyrir sleðann, en í ekils- sætinu sat Árni vinnumaður. Þór rétti stórbóndanum hönd-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.