Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 12

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 12
130 V O R I D yilbert Schweitzer Jnannuinurinn mikli — Þú verður að æfa þig, sagði gamla konan og dró drengaumingj- ann að hljóðfærinu. — Þú verður aldrei duglegur að leika á hljóð- færi, nema þú æfir þig vel. Og það getur komið sá dagur, að þú hafir gagn af hljómlistinni. Og drengurinn lék hverja æfing- una eftir aðra, en gamla frænka hans sat hjá honum og hlustaði á hann. Það, sem hún sagði, kom síðar fram. Þessi drengur varð ekki að- eins frægur hljóðfæraleikari, en með hjálp hl jómiistarinnar tókst honum að byggja eitt af þekktustu sjúkrahúsum í heiminum. Hann hét Albert Schweitzer og var fæddur í Alsace, landamærahér- aði milli Frakklands og Þýzka- lands. Þegar Albert fæddist 1875, voru bæði Alsace og Lorraine þýzk liéruð. Þjóðverjar unnu þessi hér- uð af Frökkum 1870. Mikill hluti fólksins þar talar enn þá þýzku. Hann ólst upp í þorpinu Guns- back, þar sem faðir hans var prest- ur. Albert fór snemma á skóla, og þegar hann varð fullorðinn las hann guðfræði og heimspeki við háskólann í Strasbourg, stærsta bænum í Alsaca. En hann vanrækti aldrei hljómlistina, og varð kunnur hljóðfæraleikari.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.