Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 14

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 14
132 V O R I Ð þar inn nokkur sjúkrarúm. Svona var fyrsta sjúkrahúsið hans. Negri nokkur, sem hét NZeng hafði lofað að vera túlkur hans. En vikurnar liðu og NZeng sýndi sig ekki. — Þú færð að reyna, hve erfitt er að gera hér nokkuð, og hve svik- ulir Afríkanarnir eru, sagði einn af trúboðunum við Albert. Það var erfitt að komast af án þess að hafa túlk, því fátt af negr- unum skildi frönsku. En svo bar það við að dag nokkurn kom þarna sjúklingur, sem talaði vel frönsku. Albert spurði, hvar hann hefði lært það. — í Cape Lopez, þegar ég var matsveinn. — Hvað heitir þú? — Jósep, Oganga. (Innbyggjar- arnir kölluðu Albert „Oganga“, sem þýðir ,,töfralæknir“.) — Vilt þú vera hjá mér og vera túlkur? En við höfum ekki efni á því að greiða þér há laun. Aðeins 70 franka á mánuði. — Ég fékk 120 þegar ég var mat- sveinn. — Við erum ekki eins efnuð og kaupmennirnir í Cape Lopez. Ég fæ engin laun fyrir vinnu mína hér. En við reynum að hjálpa þér og fólkinu hér í kring. Jósep gekk inn á að verða túlk- ur og hjálparmaður Alberts Schweitzers. Hann var duglegur, en stundum kom það fyrir, að orð- tök frá þeim tíma, er hann var mat- sveinn, komu óvænt, þegar hann var að skýra frá hvar sjúklingarnir fyndu til. „Þessi kona finur til í hægri bógnum," sagði hann stund- um. Eða „þessi maður finnur til í hryggnum." En hann lærði fljótt að gera að sárum og afhenda meðöl, og var þeim hjónunum til mikill- ar hjálpar. Albert Schweitzer var eini lækn- irinn innan 50 mílna fjarlægðar. Það komu því margir sjúklingar til -hans. Hann lét festa um hálsinn á þeim pappírslappa með númeri. Sama númer var fært inn í dagbæk- ur sjúkrahússins. Og það kom sjaldan fyrir að jressir sjúklingar hans töpuðu þessum númeralöpp- um — einkum vegna þess, að þeir trúðu því að í þeim fælist töfra- máttur, sem læknaði þá við sjúk- dómnum. Sex mánuðum eftir að Schweitz- er kom til trúboðsstöðvarinnar, var nýja sjúkrahúsið hans fullbyggt. Gólfið var úr steinsteypu en veggir úr bárujárni. Þakið var úr stráum, og var hvítur segldúkur strengdur að innan. Á stofunni voru stórir gluggar, en í þeim var ekkert gler, en þétt flugnanet strengt fyrir þá í þess stað. Búast mætti við, að erfitt hefði verið að útvega rúm, en það gekk betur en vænta mátti. Sjúklingarn- ir sjálfir, eða þeir, sem voru með þeim bjuggu til rúmin. Sohweitzer merkti við þar, sem rúmin áttu að

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.