Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 15

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 15
V O R I Ð 133 vera, og innbyggjarnir ráku niður stólpa í hvert horn. Svo festu þeir tvær stengur langs milli stólpanna, og aðrar styttri þverræmur yfir þá. Þar með var rúmið tilbúið. Síðan sóttu þeir þurrt gras og höfðu það fyrir dýnu. Þegar Schweitzer varð að gera uppskurð á sjúklingi, svæfði hann sjúklinginn með klóróformi. Þetta undruðust innbyggjarnir mjög. — Það er undarlegt, sögðu jreir. — Fyrst drepur Oganga sjúklingana. Svo læknar hann þá. Og að síðustu vekur hann þá til lífs aftur! Versti sjúkdómur á þessum slóð- um er svefnsýkin. Mýflugur og tsets-flugur bera sýkilinn á milli, og í sumurn héruðum Afríku hef- ur þriðjungur fólksins misst lífið úr þessum sjúkdómi. Schweitzer varð að byggja skýli hinum megin við ána fyrir Jrá, sem veikir voru af svefnsýki, svo að }>eir smituðu ekki aðra sjúklinga. Árin liðu. Fyrri heimsstyrjöldin hófst. Og af því að Alsaca var þá þýzkt hérað var Schweitzer talinn jrýzkur ríkisborgari. Og þótt hann ynni aðeins góðverk, litu sumir Frakkar á hann sem óvin, og að síðustu voru þau hjónin tekin föst, flutt til Frakklands og látin þar í fangabúðir. Þar voru þau til stríðs- loka. Nú gætu menn hugsað sér, að Schweitzer hefði orðið svo gramur við Frakkana, að hann hefði aldrei farið til Afríku aftur. En svo var ekki. Um tíma ferðaðist hann um Evrópu og hélt orgel-hljómleika til að safna fé til trúboðsstarfsins, og árið 1924 hélt hann í annað sinn til Lambaréné. Það var ekki mikið eftir af sjúkrahúsinu, þegar hann kom aft- ur. Á þeim sjö árum, sem hann hafði verið fjarverandi, hafði frum- skógurinn hulið jrað með öllu. Veggirnir stóðu, en þakið var sigið niður, og stígarnir milli húsanna voru grónir grasi og vafningsviði. Nálægt jrrem kílómetrum upp með ánni hafði áður verið þorp. Þangað flutti hann sjúkrahúsið, og ]>að var stækkað og byggt með mörgum kofum fyrir sjúklingana. Þegar allt var búið, voru jrar her- bergi handa 250 sjúklingum. Nú komu fleiri frá Evrópu og hjálp- uðu Schweitzer bæði læknar og hjúkrunarkonur. Hann fékk tima til að fara oft til Evrópu, halda hljómleika og safna peningum. Og jregar seinni heimsstyrjöldin kom, datt Frökkum ekki í liug að stöðva þessa starfsemi hans. Hann var einnig Jrá orðinn franskur ríkis- borgari. Árið 1952 fékk hann friðarverð- laun Nobels fyrir starfsemi sína í Afríku, og hann hefur fengið marg- ar viðurkenningar. En allar pen- ingagjafir hefur hann notað til að bæta sjúkrahúsið og auka starfið fyrir innbyggjana í Lambaréné.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.