Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 17

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 17
V O R I Ð 135 ann og telja endurnar, þegar þær fara út að tjörninn til að synda. Með því móti getum við fengið að vita, hvað endurnar eru margar. — — J á, við getum gert það — sagði héppi. Og nú komu endurnar fyrir hlöðuhornið og vöguðu niður að tjörninni. — Ein — tvær — þrjár — taldi héppi. — Ein — tvær — þrjár — taldi kisa. Svo hætti hún allt í einu að telja og setti upp undrunarsvip. Þær voru ekki fleiri. — Þarna getur þú séð — sagði héppi. Þær eru bara þrjár. Það var einmitt það, sem ég sagði. — — En — sagði kisa með efasvip. Ég er nú samt viss um að endurnar eru fjórar, því að ég taldi fjórar endur. — — Gott — sagði héppi — þú vild- ir þá kannski gjöra svo vel og sýna mér þær. — Enn sat kisa litla stund og hugs- aði. Svo stóð hún upp og gekk um- hverfis hlöðuna. Hún gægðist inn í alla króka og kima. Loks kom hún auga á önd, sem hafði falið sig á bak við vatnstunnuna. — Hvað ert þú að gera hérna? — spurði kisa. — Hvers vegna ert þú ekki með hinum öndunum? — — Það er af því skal ég segja þér, að ég reyni alltaf að fela mig, þegar hann héppi er einhvers staðar ná- lægt. Hann er alltaf að stríða mér — sagði öndin. — Það er þess vegna sem hann sá þig ekki, — sagði kisa undrandi. — Já, einmitt — sagði öndin. — Viltu gera mér dálítinn greiða? — spurði kisa. — Auðvitað — sagði öndin kurt- eislega. — Mig langar til að biðja þig að ganga með mér kringum hlöðuna, fram hjá honum héppa og niður að tjörninni. — — En — sagði öndin með ótta- svip, — en ef héppi færi nú að stríða mér? — — Ég lofa þér því, að hann skal ekki stríða þér — sagði kisa. — Þá skal ég koma með þér — sagði öndin. Svo gekk öndin með kisu í kringum hlöðuna, vagaði fram hjá héppa og niður að tjörninni. — Þarna sérðu nú — sagði kisa við héppa. — Ég hafði rétt fyrir mér, þegar ég sagði, að það væru ein — tvær — þrjár — fjórar endur. — Nei, ég hafði rétt fyrir mér — sagði héppi reiður, því að ég sá bara eina — tvær — þrjár endur. — — Þær voru fjórar — sagði kisa. — Þær voru þrjár — sagði héppi. — Þær voru fjórar — endurtók kisa. Og nú leit helzt út fyrir að allt væri að fara í bál og brand á ný. Og þá var auðvitað allt gaman dagsins búið.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.