Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 21

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 21
V O R I Ð 139 U N GTE MPLARAPR Ö F Nýlega liefur verið unnið úr rit- gerðum til ungtemplaraprófs, sem félagar barnastúknanna gerðu síð- astliðinn vetur. Sama nefnd og í fyrra sá um prófin. í henni eru: Eiríkur Sigurðsson, Hannes J. Magnússon og Bjarni Halldórsson, allir búsettir á Akureyri. Alls bárust nefndinni 51 ritgerð frá ungtemplurum í eftirfarandi 6 barnastúkum: Barnast. Eilífðar- blómið nr. 28, Sauðárkróki, Nýárs- stjarnan nr. 34, Keflavík, Leiðar- stjarnan nr. 136, Dalvík, Stjarnan Ókunnur læknir tók til rnáls: „Öll börn verða nú skoðuð og ef við finnum nokkur minnstu merki um holdsveiki, gefum við þeim fyrstu töflurnar. Seinna komum við aftur með fleiri töflur, þar til öll börn eru orðin heilbrigð.“ Audu hélt, að hann væri sá eini, sem var holdsveikur, en nú fékk hann að vita, að mörg af leiksystkin- um hans höfðu einnig tekið þenn- an hræðilega sjúkdóm. Þegar hann var að sofna um kvöldið, rifjaði hann í fimmtugasta eða hundraðasta skiptið upp orðin, sem stóðu á töfludósinni hans: „Gjöf frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna." Þýtt úr færeysku. H. J. M. — nr. 103, Akranesi, Sólhamar nr. 122, Skagafirði, og Njála nr. 142, Rangárvöllum. Langmest þátttak- an var frá 4 fyrstu stúkunum. Nefndin tók 49 ritgerðir gildar sem ungtemplarapróf og fá þátttakend- ur sérstakt skírteini sem viðurkenn- ingu. Auk þess leggur nefndin til að eftirtalin börn fái bókaverðlaun fyrir góðar ritgerðir: Páll Ragnars- son, Sauðárkróki, Kristín M. Gra- ham, Sauðárkróki, Gunnar Stefáns- son, Dalvík, Sesselja Antonsdóttir, Dalvík, Guðlaug Torfadóttir, Keflavík, Þórólfur Æ. Sigurðsson, Akranesi, og Guðbjörg Björgvins- dóttir, Rangárvöllum. Verkefni ungtemplaraprófsins voru þessi: 1. Skýrðu frá skaðlegum áhrifum tóbaksnautnar, einkum áhrifum vindlingareykinga á hjarta og lungu. 2. Skýrðu frá í hverju ofdrykkju- hættan er fólgin. 3. Skýrðu frá sambandi áfengis og afbrota. 4. Skýrðu frá þínu eigin áliti á áhrifum áfengis á skemmtana- lífið. 5. Skýrðu frá í stuttu máli áhrifum Góðtemplarareglunnar á þjóð- lífið. Börnunum var bent á sérstakar

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.