Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 23

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 23
V O R I Ð 141 Það var einhverju sinni á köld- um vetrardegi, að konan mín heyrði daufa og slitrótta hringingu frá dyrabjöllunni, eins og lítið barn væri að reyna að hringja. Þegar hún leit út um gluggann, sá hún hundinn okkar Rex liggja á tröpp- unum og reyna með miklum erfið- ismunum að rísa við og við á fæt- ur og styðja á bjölluhnappinn. Þegar konan mín lauk upp liurð- inni, hné Rex máttvana niður við fætur hennar. Hann hafði orðið fyrir bíl, og horfurnar voru ekki góðar. Rex hafði veitt því athygli, hvernig fólk hafði gert vart við sig, ef það vildi komast inn, og þessu hafði hann ekki gleymt nú, þegar neyðin knúði hann til að gera vart við sig. Hann hafði aldrei reynt þetta áður. Rex lifði og varð al- bata, en hann reyndi þetta aldrei aftur. — G. M. Dag einn síðdegis ákvað félagi minn og ég að fara á færi og veiða þorsk úti á víkinni. Þegar við höfð- urn gert bátinn kláxan og allt var ingarhúsinu og verða að borga sektir fyrir. Mér finnst líka leiðin- legt að sjá menn slagandi og lxálf dauða á skemmtunum. Ekki trúi ég að þeir skemmti sér betur við að brjóta og skemma. Mér finnst þeir ekki kunna að skemmta sér, ef þeir geta það ekki nema fullir. 5. Skýrðu frá í stuttu máli áhrif- um Góðtemplarareglunnar á þjóð- lífið. Góðtemplarareglan hefur mjög góð áhrif á þjóðlífið. Mér finnst þeir menn, sem drekka, eigi að ganga í Góðtemplai'aregluna, því þá eiga þeir að hætta að drekka. Enda eru það margir, sem ganga í hana og verða þá bindindismenn. Hxin vinnur að varanlegum friði meðal þjóðanna. Bjargar drykkju- manninum undan valdi áfengis og veitir honum styrk í baráttu lians. Páll Ragnarsson, 12 ára, Sauðárkróki.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.