Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 25

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 25
VORIÐ 143 leggja niður skottið og hlaupa út um næstu dyr. í þrjú ár var hann sá bezti og elskulegasti hundur, sem hægt var að hugsa sér. Og þegar fyrsta barn- ið okkar var á leiðinni í heiminn vonuðum við, að hann myndi ekki verða afbrýðissamur. En færi svo, yrðum við neydd til að losa okkur við hann. í fyrstu var honum auðsjáanlega ekki ljóst, að það var komið ung- barn í húsið, en við veittum hon- um nána athygli. Við vissum að hann fyrr eða síðar myndi láta í ljós hug sinn til þess. Dag nokkurn var ég að ryksjúga í dagstofunni, án þess að muna eft- ir að hann var þar inni. Seppi stökk á fætur, en í stað þess að leggja á flótta eins og venjulega, hljóp hann fram hjá ryksugunni og tók sér stöðu framan við dyrnar á bai'naherberginu. Það er enginn vafi á því, að í þetta sinn leit hann á sig sem verndara barnsins. En til þess að komast nú að hinu sanna, lét ég sem ég sæi hann ekki og hélt áfram að ryksjúga, þangað til ég var kom- in svo sem í eins metra fjarlægð frá honum. Þótt hann skylfi allur og nötraði frá hvirfli til ilja, hreyfði hann sig þó ekki. Hann hafði auðsjáanlega ásett sér að vernda barnið frá öllu illu, ef það stæði í hans valdi. Um kvöldið skiptum við hjónin einni „kóte- lettu“ á milli okkar. Hundurinn okkar fékk hina óskipta. — I. E. Það var á einu dimmu kvöldi. Við vorum í þann veginn að hátta, er við heyrðum hinn risastóra sankti bernharðshund okkar, Júnó, reka upp stutt undrunarbofs, er síðar varð að dimmu gjammi. Ég ætlaði að ganga út til að vita hvað væri á seyði, en þegar ég opnaði dyrnar, kom hann á móti mér og ýtti mér aftur á bak með valdi. Svo hljóp hann að fjósdyrunum. Þar var eitthvað að gerast. Ég læddist út aftur á eftir Júnó. Enn kom hann þjótandi á móti mér, reis upp á afturfótunum, setti hinar hrikalegu framlappir á brjóst mitt og neyddi mig til að hörfa aft- ur á bak. Svona hafði hann aldrei hegðað sér áður. Ég gekk inn til að sækja ljósker. — Nú heyrði ég hringla í járnhlekkjum, því næst brothljóð. Það brakaði og brast í tré, sem var að brotna. Þar næst heyrðist ægilegt öskur. Stóra, full- orðna nautið okkar hafði slitið sig upp. Það tók sjö fullorðna og fíl- eflda karlmenn fjórar klukkustund- ir að ná valdi á nautinu og binda Jrað aftur. Ef Júnó hefði ekki varn- að mér að fara inn í fjósið myndi ég án efa hafa verið troðin undir eða stungin til bana. — K. W.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.