Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 26

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 26
144 V O R I Ð ^Barnablabib ,,Æskan“ 60 ára Grimur Engilberts Nýlega er komið út myndarlegt afmælisblað „Æsknnnar“, þar sem minnzt er 60 ára afmælis liennar. En svo sem knnnugt er gefur Stór- stúka íslands Æskuna út. Fyrsti ritstjóri Æskunnar var Sig- urður Júl. Jóhannesson skáld. En aðrir ritstjórar, sem lengst hafa haft ritstjórn hennar á hendi eru þau Margrét Jónsdóttir, skáldkona, og Guðjón Guðjónsson skólastjóri. Núverandi ritstjóri hennar er Grímur Engilberts, og er hann mjog áhugasamur um viðgang blaðsins. Tæplega er hægt að ræða svo um þróunarferil Æskunnar, að ekki sé minnzt á hinn aldna afgreiðslu- mann hennar Jóhann Ögm. Odds- son. En hann hefur haft afgreiðslu hennar og fjármál með höndum síðan 1928. Á þeim árum hefur við- gangur hennar orðið mestur. Hef- ur Jóhann annazt þetta starf við Æskuna með sérsta'kri trúmennsku. Æskan er eitt af elztu, vinsælustu og útbreiddustu blöðum með þjóð- inni. Hún er vönduð að öllum frá- gangi og þolir vel allan samanburð við barnablöð nágrannalandanna. Börnin fagna útkomu hennar í livert skipti og margir eiga góðar minningar um blaðið. Það er meira virði en margir hyggja, að hafa höllt og gott lesefni fyrir landsins börn. Og þeir, sem þekkja ljóð og sögur þeirra Sig. Júl. Jóhannesson- Jóh. Ögm. Oddsson

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.