Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 30

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 30
148 V O R I Ð S U RTLA Þessi saga gerðist í gamla skólan- um og síðan eru liðin mörg ár. Sumir kennarar höfðu þá ýmsar fastar venjur. Það gátu verið ein- hver orðtök, sem þeir notuðu hvað eftir annað ,og sýndu með því vís- dóm sinn. Eða hreyfingar og kæk- ir, sem höfðu orðið að vana. Gamli kennarinn var ágætur, að áliti skólabarnanna. En það var aðeins eitt við hann, sem þeim féll ekki: Hann hafði alltaf með sér prófbókina. Ef þau svöruðu ein- hverju rangt, eða hreyfðu sig eitt- hvað í sætunum, þá skrifaði hann eitthvað í svörtu bókina eða „Surtlu“ eins og þau kölluðu hana. Því að þetta var stór og svört bók og ekki hvítnaði hún með árunum. Það var skinn á kjölnum og veitti ekki af, því að hún var daglega í notkun. Það fyrsta sem kennarinn gerði á hverjum morgni var að draga Surtlu upp úr töskunni sinni og leggja hana á kennaraborðið. Og honum þótti víst vænna um hana en allt annað, þvf að sagt var, að hann læsi líka í henni á kvöldin. Nokkrir huguðustu drengirnir höfðu gægzt inn um gluggann éitt dimmt haustkvöld, og þá sáu þeir, að hann sat við ofninn með Surtlu á hnjánum. En hvað skrifaði hann í hana? Það hugleiddu börnin oft. Voru það aðems einkunnir? Það hlaut að vera eitthvað fleira. Því að ef einhver missti pennastöng í gólfið eða kleip sessunaut sinn, þá skrif- aði kennarinn alltaf í Surtlu. Þeim var hálf illa við þessa bók, og þeir þorðu varla að hreyfa sig af ótta við, að kennarinn skrifaði eitthvað í Surtlu. En þeir elztu notuðu þetta á sér- stakan hátt. Þeir notuðu jafnvel tækifærið, þegar kennarinn skrif- aði til að gera eitthvað af sér, svo að liann yrði að halda áfram að skrifa. Þá leið tíminn og þeir sluppu ef til vill við að vera yfir- heyrðir í lexíum, sem þeir höfðu vanrækt að læra. Sumir elztu drengirnir höfðu lengi hugsað um, hvernig þeir gætu laumazt til að sjá í Surtlu. Þeir bjuggust við, að gaman væri að sjá hvað stæði þar. En það reyndist ár- angurslaust. í kennsluhléunum var kennarinn oftast inni. Surtla varð að lokum eins konar ævintýrabók fyrir þeim. Þeir urðu að fá að sjá hana. Einar og Árni, tveir elztu dreng- irnir, töluðu um þetta dag einn. Það var á laugardegi. Þá sagði Einar:

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.