Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 31

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 31
V O R I Ð 149 „Á morgun fer kennarinn í kirkju. Þá verður húsið mannlaust og við getum læðzt inn og gægst í bókina.“ „Ertu viss um, að hann fari í kirkju?“ spurði Árni efablandinn. „Við skulum fela okkur í Stein- holtshlöðunni, þar til við sjáum hann fara fram hjá.“ „Já, en dyrnar á húsinu eru læst- ar?“ „Við förum inn um kjallara- gluggann og upp stigann." Morguninn eftir földu þeir sig í hlöðunni. Þeir bjuggust við kenn- aranum á liverri stundu. En tím- inn leið og enginn kom. Drengirn- ir voru orðnir vonlitlir, og Einar leit á Árna. „Hann kemur ekki.“ „Nei, þetta lítur illa út.“ Þá sáu þeir allt í einu mann í skógarbrúninn i. Það var kennarinn. Hann var sparibúinn. Þegar hann Iivarf í bugnum, héldu þeir af stað. Hjartað í þeim barðist. Hvað stendur í Surtlu? Hvað hafði kennarinn skrifað um þá? Kjallaraglugginn var opinn, en það var koldimmt í ganginum. „Eldspýta,“ sagði Árni. Einar kveikti og þeir fálmuðu sisr áfram að stiganum. Hann var o o snarbrattur. Brátt voru þeir komnir upp í stofuna og litu í kringum sig. Á veggnum var gömul klukka. Kött- ur lá í rúminu. Og þarna var Surtla. Árni hafði hana handa á milli. Nú var stundin komin. Hvað hafði kennarinn skrifað um þá. Þeir skulfu af æsingu. „Flýttu þér,“ sagði Einar. Þá heyrðu þeir allt í einu í úti- dyrahurðinni. Eitt andartak stóðu þeir agndofa og horfðu hvor á ann- an. Það var eins og kalt vatn rynni niður bakið á þeim. Eldfljótt lét Árni bókina á sinn stað. Eini felustaðurinn, sem þeir sáu var undir rúminu. Það var ekki tími til að komast aftur niður í kjallarann. Það gat verið hættulegt. Leiftursnöggt skriðu þeir undir rúmið. Samstundis opnaðist liurð- in. Kennarinn kom inn. Hann gekk fyrst að ofninum og bætti í eldinn. Einar lá framar. Hann lá með höfuðið á gólfinu og gægðist. Kennarinn kraup á kné við ofninn. Bara að hann snúi sér nú ekki við og horfi undir rúmið. Drengirnir voru dauðhræddir. Þeir heyrðu hjartað berjast í brjóstinu. Þeir ótt- uðust, að kennarinn mundi lieyra það líka. Bara að þeir gætu fengið kennarann til að horfa í aðra átt. Hver mínúta var eins og heil eilífð. — Hugsið ykkur, ef hann sæi þá. Ef þeir hefðu ekki verið skráð- ir í þá svörtu áður, þá mundu þeir

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.